Fyrsti leikur fyrirtækisins hét Sovereign Space.
Starborne Frontiers er hannaður fyrir farsíma en er sömuleiðis hægt að spila hann í tölvu. Um er að ræða hlutverkaleik þar sem spilarinn setur sig í hlutverk flotaforingja sem safnar og uppfærir flota til að kanna, skipuleggja og sigra Starborne alheiminn sem er fullur af spennu og bardögum.
„Það hefur verið virkilega gaman að sjá nýjasta leikinn okkar, Starborne Frontiers, taka á sig mynd síðustu mánuði. Teymið hefur lagt sig fram við að framleiða hágæða tölvuleik sem mun án vafa vekja athygli. Næsti áfangi í þróun leiksins er að taka á móti fleiri spilurum og fá viðbrögð þeirra til að gera leikinn vinsælan“, Stefán Gunnarsson, forstjóri Solid Clouds, í yfirlýsingu.
Myndskeið um leikinn má sjá í spilaranum hér að neðan.
Solid Clouds var stofnað í Reykjavík árið 2013 af Stefáni Gunnarssyni, Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni. Hjá félaginu starfa 24 starfsmenn og er þróunarteymið leitt af reynsluboltum úr leikjaiðnaði eins og Ágústi Kristinssyni listrænum stjórnanda, Agli Sigurjónssyni framleiðanda, Þorgeiri Auðunn Karlssyni tæknistjóra og Stefáni Friðrikssyni aðalhönnuði.
Félagið var skráð á First North hlutabréfamarkaðinum síðasta sumar.