Tekið er við tilnefningum hér á Vísi en frestur til að tilnefna rennur út þriðjudaginn 13. desember. Ritstjórn Vísis og Reykjavík síðdegis fara sameiginlega yfir innsendar tilnefningar og í kjölfarið hefst atkvæðagreiðsla. Manneskjan sem verður fyrir valinu verða heiðruð í árlegum áramótaþætti Reykjavík árdegis á gamlársdag.
Í tilnefningunni þarf nafn viðkomandi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að vera útnefndur sem maður ársins 2022. Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær. Atkvæðagreiðsla fer svo fram á Vísi yfir jólin.
Guðmundur Felix Grétarsson handhafi var valinn maður ársins í fyrra. Hér má sjá þau tíu sem tilnefnd voru sem maður ársins í fyrra en þá rigndi inn tilnefningum frá lesendum.
Tilnefndu þína manneskju eða hóp hér að neðan. Best er að tilnefningunni fylgi einnig rökstuðningur.
Að neðan má sjá þá sem hafa hlotið titilinn undanfarinn rúman áratug.
- 2009 Edda Heiðrún Backman
- 2010 Þórður Guðnason
- 2011 Mugison
- 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson
- 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn
- 2014 Tómas Guðbjartsson
- 2015 Þröstur Leó Gunnarsson
- 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu
- 2017 Grímur Grímsson
- 2018 Bára Halldórsdóttir
- 2019 Björgunarsveitarmaðurinn
- 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn
- 2021 Guðmundur Felix Grétarsson