Bensínbílar innan við fimm prósent bíla sem einstaklingar keyptu Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 13:54 Rafbíllinn Tesla var mest seldi fólksbíllinn í nóvember. Vísir/Getty Hlutfall bensínbíla af þeim bílum sem einstaklingar hafa nýskráð er aðeins 4,66 prósent það sem af er árinu. Hreinir rafbílar eru í rúmum meirihluta og Tesla var mest selda fólksbílategundin í nóvember. Alls eru rafbílar 56,2 prósent af bílum sem einstaklingar hafa nýskráð á árinu, tengiltvinnbílar 18,4 prósent en blendingsbílar 13,5 prósent. Dísilbílar eru 7,4 % nýskráðra bifreiða. Þannig eru bílar sem eru knúnir með rafmagni að öllu leyti eða hluta 88,1 prósent en bílar sem eru eingöngu knúnir jarðefnaeldsneyti um tólf prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Þegar kaup bílaleiga eru tekin með í reikninginn lækkar hlutfall vistvænni bíla töluvert. Rafmagnsbílar eru þannig 30,7 prósent allra nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 23,3 prósent og blendingsbílar 18,5 prósent. Dísilbílar eru 14,9 prósent og bensínbílar 12,6 prósent. Bílaleigur hafa spýtt verulega í lófana í bílakaupum á þessu ári. Til þessa hafa þær skráð 7.194 nýja fólksbíla á árinu sem er 68,1 prósent fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra. Almennt hefur sala á nýjum bílum aukist um 31,5 prósent miðað við fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Alls hafa 15.168 nýir bílar verið skráðir það sem af er ári. Sala nýrra fólksbíla til einstaklinga hefur aukist um 11,6 prósent á milli ára. Í nóvember jókst heildarsalan um 34,5 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Einstaklingar keyptu 791 af þeim 1.295 fólksbílum sem voru nýskráðir í mánuðinum en það er aukning um 34,76 prósent á milli ára. Mest selda bíltegundin í nóvember var rafbíllinn Tesla en 275 eintök af honum seldust í mánuðinum. Þar á eftir kom Toyota með 146 selda fólksbíla og Hyundai með 139 stykki. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Alls eru rafbílar 56,2 prósent af bílum sem einstaklingar hafa nýskráð á árinu, tengiltvinnbílar 18,4 prósent en blendingsbílar 13,5 prósent. Dísilbílar eru 7,4 % nýskráðra bifreiða. Þannig eru bílar sem eru knúnir með rafmagni að öllu leyti eða hluta 88,1 prósent en bílar sem eru eingöngu knúnir jarðefnaeldsneyti um tólf prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Þegar kaup bílaleiga eru tekin með í reikninginn lækkar hlutfall vistvænni bíla töluvert. Rafmagnsbílar eru þannig 30,7 prósent allra nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 23,3 prósent og blendingsbílar 18,5 prósent. Dísilbílar eru 14,9 prósent og bensínbílar 12,6 prósent. Bílaleigur hafa spýtt verulega í lófana í bílakaupum á þessu ári. Til þessa hafa þær skráð 7.194 nýja fólksbíla á árinu sem er 68,1 prósent fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra. Almennt hefur sala á nýjum bílum aukist um 31,5 prósent miðað við fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Alls hafa 15.168 nýir bílar verið skráðir það sem af er ári. Sala nýrra fólksbíla til einstaklinga hefur aukist um 11,6 prósent á milli ára. Í nóvember jókst heildarsalan um 34,5 prósent miðað við sama mánuð í fyrra. Einstaklingar keyptu 791 af þeim 1.295 fólksbílum sem voru nýskráðir í mánuðinum en það er aukning um 34,76 prósent á milli ára. Mest selda bíltegundin í nóvember var rafbíllinn Tesla en 275 eintök af honum seldust í mánuðinum. Þar á eftir kom Toyota með 146 selda fólksbíla og Hyundai með 139 stykki.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent