Harpa Sif safnar fyrir móður sína í Sri Lanka: „Það var mjög erfitt að fara“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2022 13:34 Mæðgurnar Chandra og Harpa Sif. Facebook „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt,“ segir Harpa Sif Ingadóttir sem áhorfendur fengu að fylgjast með í þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2. Hún hefur nú sett af stað söfnun fyrir móður sína. „Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“ Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Við bróðir minn, Ívar, fengum tækifæri til að fara til Sri Lanka í sumar með Sigrúnu og Auri. Það eitt og sér var draumi líkast, loksins komin til upprunalands okkar. Við drukkum í okkur land og menningu á þessum stutta tíma sem við dvöldum þar. „Þegar ég sá fyrst móður mína fór hjartað á fullt. Þetta var svo skrítin tilfinning, ég vissi að þarna stóð hún beint fyrir framan mig en þó að ég væri að horfa á hana með berum augum áttaði ég mig ekki almennilega þar til ég tók utan um hana. Tilfinningarnar helltust yfir mig og ég hágrét. Þessi litla, brothætta kona er konan sem gekk með mig og kom mér í heiminn, hugsaði um mig fyrstu vikur lífs míns og gaf mér svo tækifæri til betra lífs. Ég finn einungis ást til hennar. Þetta var ein hamingjuríkasta stund í lífi mínu en í senn sú erfiðasta.“ Erfitt að skilja hana eftir Harpa er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fundið móður sína en þótti erfitt að sjá aðstæðurnar sem hún býr við. „Ég er hrædd um heilsu móður minnar og matarskort. Ég get ekkert gert, aðstoðað hana eða hugsað um hana. Það var mjög erfitt að fara, skilja hana og systur mína eftir í þessari fátækt.“ Harpa Sif ákvað því að stofna söfnunarreikning. Hér fyrir neðan má sjá kveðjustund þeirra mæðgna sem sýnd var í þættinum Leitin að upprunanum. Ég er að safna peningi til að senda út til hennar en takmarkað hvað ég get hjálpað verandi einstæð með þrjú börn.“ Hér fyrir neðan má sjá söfnunarreikninginn sem Harpa Sif stofnaði. Kennitala 031085-8109 Reikningur 0370-26-037940 Illa farin eftir stritið Harpa Sif skrifaði eftirfarandi orð um móður sína: „Hún fannst langt uppi í frumskógi, langt frá allri byggð, þar sem hún býr í leirkofa sem hún og dóttir hennar, systir mín, byggðu með berum höndum. Hún er rúmlega sextug og illa farin eins og sést enda búin að strita allt sitt líf. Það stakk mig í hjartað þegar ég sá við hvaða aðstæður þær búa við. Þær komast í vatn úr litlum læk ef lækur má kallast, meira eins og lækjarspræna sem rennur niður fjallshlíðina. Móðir mín vinnur við að tína telauf og þarf að klifra mikið, líklegast berfætt eða í sandölum. Hún hefur oft dottið og meiðst. Hún getur ekki unnið nema nokkrar klst. á dag. Matvörubúð er í margra km fjarlægð og þurfa þær að ganga þangað. Þær eiga ekki kæliskáp svo þær kaupa mest af hrísgrjónum og öðrum þurrvörum.“
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Erfið kveðjustund hjá Hörpu Sif á Sri Lanka Í Leitinni að upprunanum á sunnudagskvöld var haldið áfram að fylgjast með leit Hörpu Sifjar Ingadóttur að lífmóður sinni. 29. nóvember 2022 13:30