Um 3.500 flóttamenn komnir til landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2022 12:28 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem skrifaði nýlega undir samning fyrir hönd ríkisins um móttöku flóttamanna í Sveitarfélaginu Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vonast til að fleiri sveitarfélög geri samning við ríkið um móttöku flóttamanna, ekki síst stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa ekki enn þá komið að verkefninu. Nú erum komnir um 3.500 flóttamenn til landsins. Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar skrifað undir samkomulag við ríkið um móttöku flóttamanna, meðal annars Sveitarfélagið Árborg og Reykjavíkurborg . Það vantar þó að fleiri sveitarfélög taki þátt. Akureyrarbær mun væntanlega skrifa undir samning á næstunni og þá er verið að ganga frá samningum við Reykjanesbæ og Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Já, sveitarfélögin eru að týnast inn eitt og eitt og ég vonast til að þau verði enn þá fleiri á næstu misserum og þá er maður ekki síst að líta til stórra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem eru ekki enn þá inn í þessu en að sjálfsögðu út um allt land,” segir Guðmundur Ingi. Hvað er margt fólk komið til landsins núna og hvað eigum við von á miklum hópi í viðbót, veistu það? „Það er komið yfir þrjú þúsund manns í ár, reyndar nær þrjú þúsund og fimm hundruð og við gætum átt von á að þetta væri nálægt fjögur þúsund.” Guðmundur Ingi hvetur sveitarfélög til að taka þátt í verkefninu, það sé mjög brýnt. „Já, ég bara hvet sveitarfélög til að koma inn í samræmda móttöku flóttafólks vegna þess að þar er ríkið að setja fjármagn til að aðstoða sveitarfélögin við lögbundin verkefni sín og þetta er gríðarlega mikilvægt til þess að koma fólki fljótt og vel inn í íslenskt samfélag þannig að þau geti farið að sjá fyrir sér sjálf og taka þátt í samfélaginu. Og við getum líka notið góðs af þeim mannauði, sem er að koma með því fólki, sem að hingað sækir,” segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi hvetur sveitarfélög landsins til að taka þátt í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar skrifað undir samkomulag við ríkið um móttöku flóttamanna, meðal annars Sveitarfélagið Árborg og Reykjavíkurborg . Það vantar þó að fleiri sveitarfélög taki þátt. Akureyrarbær mun væntanlega skrifa undir samning á næstunni og þá er verið að ganga frá samningum við Reykjanesbæ og Hafnarfjarðarbæ. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. „Já, sveitarfélögin eru að týnast inn eitt og eitt og ég vonast til að þau verði enn þá fleiri á næstu misserum og þá er maður ekki síst að líta til stórra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem eru ekki enn þá inn í þessu en að sjálfsögðu út um allt land,” segir Guðmundur Ingi. Hvað er margt fólk komið til landsins núna og hvað eigum við von á miklum hópi í viðbót, veistu það? „Það er komið yfir þrjú þúsund manns í ár, reyndar nær þrjú þúsund og fimm hundruð og við gætum átt von á að þetta væri nálægt fjögur þúsund.” Guðmundur Ingi hvetur sveitarfélög til að taka þátt í verkefninu, það sé mjög brýnt. „Já, ég bara hvet sveitarfélög til að koma inn í samræmda móttöku flóttafólks vegna þess að þar er ríkið að setja fjármagn til að aðstoða sveitarfélögin við lögbundin verkefni sín og þetta er gríðarlega mikilvægt til þess að koma fólki fljótt og vel inn í íslenskt samfélag þannig að þau geti farið að sjá fyrir sér sjálf og taka þátt í samfélaginu. Og við getum líka notið góðs af þeim mannauði, sem er að koma með því fólki, sem að hingað sækir,” segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi hvetur sveitarfélög landsins til að taka þátt í verkefninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira