Innlent

Sprengi­sandur: Innan­lands­flug, fjár­laga­frum­varp, eldra fólk og vindorka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi á Bylgjunni þennan sunnudaginn. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti og munu þau meðal annars ræða innanlandsflug, vindorku, fjárlagafrumvarp, tekjudreifingu, stöðu eldra fólks og skerðingar í almannatryggingakerfinu.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrsti gestur þáttarins er Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður sem ræðir um samgöngumál, innanlandsflugið er honum hjartans mál og fjármögnun aðstöðu til þess.

Ketill Sigurjónsson ræðir vindorku, en hann er framkvæmdastjóri alþjóðlegs fyrirtækis sem hyggur á uppbyggingu á því sviðinu á Íslandi innan tíðar.

Þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir og Eyjólfur Ármannsson skiptast á skoðunum um fjárlagafrumvarp, tekjudreifingu, leiguþak og skyld efni.

Í lok þáttar mætir svo Ólafur Ísleifsson, doktor í íslenska lífeyrissjóðakerfinu, við ræðum stöðu eldra fólks, skerðingar í almannatryggingakerfinu og áhrif þeirra á afkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×