Jólatónleikar Fíladelfíu ómissandi hluti aðventunnar Fíladelfía 12. desember 2022 16:17 Yfirskrift jólatónleika Fíladelfíu er Fyrir þá sem minna mega sín. Allu rágóði tónleikanna rennur til góðgerðarmála. Jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu fara fram annað kvöld. Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Fíladelfíu segir tónleikana löngu orðna fastan lið í jólahaldi margra Íslendinga. Beint streymi verður frá tónleikunum hér á Vísi. „Við höfum haldið jólatónleikana í áratugi og mörgum finnast þeir ómissandi hluti af aðventunni og jólum. Tónleikarnir hafa þá sérstöðu að allir sem að þeim koma, bæði listamenn og tæknifólk, gefa sína vinnu og allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til góðgerðamála. Yfirskrift tónleikanna er Fyrir þá sem minna mega sín og undanfarin ár höfum við styrkt félög eins og Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálpræðisherinn svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Fanny. Tónleikarnir fara fram í hátíðasal Fíladelfíu og kemur kór Fíladelfíu fram auk gesta. „Kórinn okkar telur hátt í 30 manns, blandaður kór fólks á öllum aldri sem endurspeglar vel hvernig kirkjan okkar er. Kórnum til halds og trausts verður mjög flott hljómsveit undir stjórn Rafns Hlíðkvist. Einsöngvarar úr kórnum syngja og góðir gestir koma fram, meðal annars Edgar Smári, Olvheðin Jacobsen og Diljá Pétursdóttir. Undanfarin ár höfum við gjarnan fengið stórstjörnur til liðs við okkur en í ár gefum við ungu og efnilegu tónlistarfólki úr okkar röðum tækifæri til þess að njóta sín. Á dagskránni verður blanda af hefðbundnum jólalögum og nýju efni,“ segir Fanny. „Ég vil nota tækifærið og hvetja áhorfendur til að leggja málefninu lið og munu allar upplýsingar birtast á skjánum meðan á tónleikunum stendur,“ bætir hún við. Samkomur alla sunnudaga á ensku, íslensku og spænsku Fíladelfía heldur úti öflugu safnaðarstarfi og alla sunnudaga fara fram samkomur. „Við erum alþjóðleg kirkja og alla sunnudaga, allan ársins hring höldum við samkomur sem sóttar eru af fólki frá öllum heimshornum. Klukkan 11 fer fram samkoma á íslensku, klukkan 14 á ensku og klukkan 16 á spænsku. Þannig verður það einnig á jólunum, á aðfangadag fer fram jólasamkoma klukkan 16.30 þar sem við verðum með túlkun yfir á ensku og spænsku og á jóladag fer samkoma fram á ensku og spænsku klukkan 14 og á íslensku klukkan 16.30,“ segir Fanny og leggur áherslu á að allir séu velkomnir á samkomur kirkjunnar. „Það átta sig ekki allir á því en allt starf í Fíladelfíu er öllum opið. Samkomurnar okkar einkennast af léttri tónlist og eru óformlegri en gengur og gerist og þá hefur Fíladelfía alltaf verið þekkt fyrir öflugt tónlistarlíf og það einkennir starfið. Hingað eru allir velkomnir.“ Nálgast má miða á tónleikana hér. Jól Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira
„Við höfum haldið jólatónleikana í áratugi og mörgum finnast þeir ómissandi hluti af aðventunni og jólum. Tónleikarnir hafa þá sérstöðu að allir sem að þeim koma, bæði listamenn og tæknifólk, gefa sína vinnu og allur ágóði tónleikanna rennur óskiptur til góðgerðamála. Yfirskrift tónleikanna er Fyrir þá sem minna mega sín og undanfarin ár höfum við styrkt félög eins og Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálpræðisherinn svo eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Fanny. Tónleikarnir fara fram í hátíðasal Fíladelfíu og kemur kór Fíladelfíu fram auk gesta. „Kórinn okkar telur hátt í 30 manns, blandaður kór fólks á öllum aldri sem endurspeglar vel hvernig kirkjan okkar er. Kórnum til halds og trausts verður mjög flott hljómsveit undir stjórn Rafns Hlíðkvist. Einsöngvarar úr kórnum syngja og góðir gestir koma fram, meðal annars Edgar Smári, Olvheðin Jacobsen og Diljá Pétursdóttir. Undanfarin ár höfum við gjarnan fengið stórstjörnur til liðs við okkur en í ár gefum við ungu og efnilegu tónlistarfólki úr okkar röðum tækifæri til þess að njóta sín. Á dagskránni verður blanda af hefðbundnum jólalögum og nýju efni,“ segir Fanny. „Ég vil nota tækifærið og hvetja áhorfendur til að leggja málefninu lið og munu allar upplýsingar birtast á skjánum meðan á tónleikunum stendur,“ bætir hún við. Samkomur alla sunnudaga á ensku, íslensku og spænsku Fíladelfía heldur úti öflugu safnaðarstarfi og alla sunnudaga fara fram samkomur. „Við erum alþjóðleg kirkja og alla sunnudaga, allan ársins hring höldum við samkomur sem sóttar eru af fólki frá öllum heimshornum. Klukkan 11 fer fram samkoma á íslensku, klukkan 14 á ensku og klukkan 16 á spænsku. Þannig verður það einnig á jólunum, á aðfangadag fer fram jólasamkoma klukkan 16.30 þar sem við verðum með túlkun yfir á ensku og spænsku og á jóladag fer samkoma fram á ensku og spænsku klukkan 14 og á íslensku klukkan 16.30,“ segir Fanny og leggur áherslu á að allir séu velkomnir á samkomur kirkjunnar. „Það átta sig ekki allir á því en allt starf í Fíladelfíu er öllum opið. Samkomurnar okkar einkennast af léttri tónlist og eru óformlegri en gengur og gerist og þá hefur Fíladelfía alltaf verið þekkt fyrir öflugt tónlistarlíf og það einkennir starfið. Hingað eru allir velkomnir.“ Nálgast má miða á tónleikana hér.
Jól Menning Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Sjá meira