Nú hægt að fylgjast með íbúðauppbyggingu í rauntíma Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2022 12:16 Með nýju korti HMS verða upplýsingar um íbúðauppbyggingu birtar í rauntíma en ekki tvisvar á ári líkt og gert var áður fyrr. Vísir/Vilhelm Nýtt gagnvirkt Íslandskort Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) er komið í loftið. Þar er hægt að skoða öll byggingaráform á landinu í rauntíma sem og skoða allar íbúðir í byggingu. Hingað til hafa upplýsingarnar einungis verið birtar tvisvar á ári. Tölfræðingur hjá HMS segir að kortið verði mikilvægt stjórntæki á sviði húsnæðismála. Nýja kortið sýnir rauntímaupplýsingar um fjölda íbúða í byggingu samkvæmt mannvirkjaskrá. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að sjá fjölda íbúða í byggingu á einum stað. Með kortinu geta sveitarfélög, verktakar, lánastofnanir og fleiri byggt áætlanir sýnar á nákvæmari tölum en áður. Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir nýja kortið vera grundvöllur fyrir að geta séð hvernig byggingamarkaður er að þróast. „Þetta verður mikilvægt stjórntæki bæði, á sviði húsnæðismála til þess að gera raunhæfar áætlanir, og einnig til þess að fylgjast með í byggingareftirliti sem tryggir það að verið sé að fylgjast með þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Það er hægt að sjá í fyrsta lagi fjöldann sem er í byggingu, svo er hægt að sjá hvar þær eru. Í mannvirkjaskrá er einnig hægt að sjá stöðu allra bygginga, sama hvort þær eru í byggingu eða eru fullbúnar. Bæði byggingarleyfi og úttektir sem farið hafa fram á byggingunum,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Á opnum fundi sem fer nú fram í húsnæði stofnunarinnar í Borgartúni er fjallað um þetta nýja kort en einnig íbúðaþörf á Íslandi. Þorsteinn segir að miðað við áætlanir þeirra sé einhver óuppfyllt íbúðaþörf en fjallað verður um hvað hefur áhrif á metna íbúðaþörf og helstu óvissuþætti hennar. „Það hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni hugsanlegt ofmat á mannfjölda. Það sem skiptir meira máli fyrir framtíðaríbúðaþörf er þróun á mannfjölda, hversu mikið og hratt okkur fjölgar. Það hefur undanfarið verið megindrifkrafturinn í því hvernig við leggjum mat á þörf fyrir nýjar íbúðir. Í meginatriðum hefur matið verið mjög sambærilegt frá árinu 2019 þegar við byrjuðum á þessu. Til þess að fullnægja þörf fyrir íbúðir þá þyrfti að byggja um þrjú til fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin,“ segir Þorsteinn. Miðað við áætlanir HMS þá er einhver óuppfyllt íbúðaþörf en Þorsteinn segir það erfitt að átta sig á því í núinu hversu mikill skortur sé á íbúðum. Eftirspurn á fasteignamarkaði ráðist oft til skamms tíma, sérstaklega út af þáttum eins og vöxtum og kaupmætti. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Nýja kortið sýnir rauntímaupplýsingar um fjölda íbúða í byggingu samkvæmt mannvirkjaskrá. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að sjá fjölda íbúða í byggingu á einum stað. Með kortinu geta sveitarfélög, verktakar, lánastofnanir og fleiri byggt áætlanir sýnar á nákvæmari tölum en áður. Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir nýja kortið vera grundvöllur fyrir að geta séð hvernig byggingamarkaður er að þróast. „Þetta verður mikilvægt stjórntæki bæði, á sviði húsnæðismála til þess að gera raunhæfar áætlanir, og einnig til þess að fylgjast með í byggingareftirliti sem tryggir það að verið sé að fylgjast með þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Það er hægt að sjá í fyrsta lagi fjöldann sem er í byggingu, svo er hægt að sjá hvar þær eru. Í mannvirkjaskrá er einnig hægt að sjá stöðu allra bygginga, sama hvort þær eru í byggingu eða eru fullbúnar. Bæði byggingarleyfi og úttektir sem farið hafa fram á byggingunum,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Á opnum fundi sem fer nú fram í húsnæði stofnunarinnar í Borgartúni er fjallað um þetta nýja kort en einnig íbúðaþörf á Íslandi. Þorsteinn segir að miðað við áætlanir þeirra sé einhver óuppfyllt íbúðaþörf en fjallað verður um hvað hefur áhrif á metna íbúðaþörf og helstu óvissuþætti hennar. „Það hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni hugsanlegt ofmat á mannfjölda. Það sem skiptir meira máli fyrir framtíðaríbúðaþörf er þróun á mannfjölda, hversu mikið og hratt okkur fjölgar. Það hefur undanfarið verið megindrifkrafturinn í því hvernig við leggjum mat á þörf fyrir nýjar íbúðir. Í meginatriðum hefur matið verið mjög sambærilegt frá árinu 2019 þegar við byrjuðum á þessu. Til þess að fullnægja þörf fyrir íbúðir þá þyrfti að byggja um þrjú til fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin,“ segir Þorsteinn. Miðað við áætlanir HMS þá er einhver óuppfyllt íbúðaþörf en Þorsteinn segir það erfitt að átta sig á því í núinu hversu mikill skortur sé á íbúðum. Eftirspurn á fasteignamarkaði ráðist oft til skamms tíma, sérstaklega út af þáttum eins og vöxtum og kaupmætti.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira