Forseti General Motors telur tvinn bíla tímaskekkju Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. desember 2022 07:01 Mark Reuss, forseti General Motors. Mark Reuss, forseti General Motors segir að mikill misskilningur sé á kreiki þegar kemur að rafbílum. Meðal annars ræddi Reuss um tvinnbíla sem hann telur raunar ekki eiga sér stað á markaði eins og staðan er núna og telur að framleiðendur eigi að einbeita sér að hreinum rafbílum. Reuss ræddi um það í viðtali við Buisness Insider að framleiðendur eins og Toyota, sem eru með yfir 20 undirtegundir á markaði. En einungis ein þeirra er hreinn rafbíll, sem Reuss telur tímaskekkju. Hann talaði einnig um að GM ætlaði sér ekki að fjárfesta í hönnun og framleiðslu tvinnbíla. Þó er von á C8 Corvette-u á markað á næsta ári í tvinn-útfærslu. Þá nefndi Reuss að áhyggjur yfir því að rafbílar valdi ofálagi á innviði sem kunni að leiða til vandræða og mistækra afkasta. Reuss sagði að GM væri að vinna að lausn við þessu sem snýst um að skila afli aftur inn í dreifikerfið þegar álagið er hvað mest. Ruess endaði viðtalið á að tala um að það angraði hann að kaupendur væri ragir við að kaupa rafbíla vegna sögusagna um hleðsluerfiðleika. Hann bendir á að rafbílar GM séu hannaðir til að fara jafnlangt og brunahreyfilsbílar GM. Auk þess sem megi ekki gleyma því flestir hlaði heima yfir nótt og fæstir rafbílaeigendur þurfi raunar afar sjaldan að treysta á almennings hleðslustöðvar. Vistvænir bílar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent
Reuss ræddi um það í viðtali við Buisness Insider að framleiðendur eins og Toyota, sem eru með yfir 20 undirtegundir á markaði. En einungis ein þeirra er hreinn rafbíll, sem Reuss telur tímaskekkju. Hann talaði einnig um að GM ætlaði sér ekki að fjárfesta í hönnun og framleiðslu tvinnbíla. Þó er von á C8 Corvette-u á markað á næsta ári í tvinn-útfærslu. Þá nefndi Reuss að áhyggjur yfir því að rafbílar valdi ofálagi á innviði sem kunni að leiða til vandræða og mistækra afkasta. Reuss sagði að GM væri að vinna að lausn við þessu sem snýst um að skila afli aftur inn í dreifikerfið þegar álagið er hvað mest. Ruess endaði viðtalið á að tala um að það angraði hann að kaupendur væri ragir við að kaupa rafbíla vegna sögusagna um hleðsluerfiðleika. Hann bendir á að rafbílar GM séu hannaðir til að fara jafnlangt og brunahreyfilsbílar GM. Auk þess sem megi ekki gleyma því flestir hlaði heima yfir nótt og fæstir rafbílaeigendur þurfi raunar afar sjaldan að treysta á almennings hleðslustöðvar.
Vistvænir bílar Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent