Lausn komin á fánamálið í Fjallabyggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 21:19 Ólíkar venjur voru viðhafðar á Siglufirði og á Ólafsfirði en nú hafa þær verið samræmdar. Vísir/Egill Lausn hefur fundist í fánamálinu svokallaða í Fjallabyggð, eftir að bæjarstjórn sveitarfélagsins samþykkti nýverið tillögu bæjarstjórans um framtíðarfyrirkomulag flöggunar í Fjallabyggð. Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða. Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða.
Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira