Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2022 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 09:15 Efri röð frá vinstri: Guðni, Hreinn, Inga, Vilhjálmur og Steinunn. Neðri röð frá vinstri: Haraldur, Birgit, Þórarinn, Hrefna og Arnór Ingi. Vísir Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins 2022 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega átján hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Lilja Katrín, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Guðmundur Felix Grétarsson var útnefndur maður ársins í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Lilja Katrín, Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Guðmundur Felix Grétarsson var útnefndur maður ársins í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Birgit Raschhofer fór fyrir hópi kvenna sem kenndi úkraínskum konum hér á landi að prjóna og stofnaði til reglulegra prjónakvölda. Úr varð gríðarlegt magn prjónaðra peysa og sokka sem voru send til Úkraínu í desember. Guðni Guðmundsson bóndi á Þverlæk hefur safnað tuttugu milljón krónum með dósasöfnun í Rangárvallasýslu undanfarin sautján ár. Allur ágóðinn hefur farið til íþróttafélaga svo börn geti æft íþróttir í sýslunni ókeypis. Haraldur Ingi Þorleifsson hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Hrefna Þórarinsdóttir hefur vakið athygli fyrir vel unnin störf sem forstöðukona Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78. Þar eiga hinsegin börn öruggt skjól og fá að vera þau sjálf. Hreinn Heiðar Jóhannsson björgunarsveitarmaður bjargaði barni á leikskólaaldri úr sprungu á Þingvöllum í febrúar. Degi fyrr bjargaði hann konu á göngu í blindbyl á Lyngdalsheiði. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stendur vaktina fyrir þá sem minna mega sín hvort sem um er að ræða fátæka, öryrkja eða eldri borgara. Hún lét til sín taka í umræðum um eingreiðslur til öryrkja í desember. Steinunn Árnadóttir, organisti í Borgarnesi og hestakona, vakti athygli á illri meðferð hrossa í Borgarfirði til margra ára. Neyðarköll hennar leiddu til aðgerða af hálfu yfirvalda. Vilhjálmur Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugstjóri fór fyrir áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem bakkaði inn Skutulsfjörð í aftakaveðri þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð. Hver á skilið nafnbótina maður ársins 2022? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent