Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2022 10:00 Arna Schram, Hrafn Jökulsson, Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló), María Guðmundsdóttir Toney og Guðrún Helgadóttir féllu öll frá á árinu. Vísir Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2022 sem senn líður undir lok. Í hópi þeirra sem létust á árinu má meðal annars nefna einn ástsælasta barnabókahöfund þjóðarinnar, fyrrverandi ráðherra, þjóðþekkta rithöfunda og útvarpsmenn og tónlistarmenn. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu. Úr heimi stjórnmála Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins, lést í mars, 95 ára að aldri. Hún sat í borgarstjórn frá 1962 til 1966 og aftur frá 1970 til 1986 og tók þátt í sögulegum sigri vinstri flokkanna í kosningum 1978. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni árið 1968 og allt til 1974. Árni Gunnarsson , fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður, lést í júní, 82 ára að aldri. Árni var kjörinn alþingismaður Norðurlands eystra fyrir Alþýðuflokkinn og sat hann á þingi 1978 til 1983 og 1987 til 1991. Þá var hann forseti neðri deildar árin 1979 og 1989 til 1991. Guðrún Helgadóttir , rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í mars, 86 ára að aldri. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Ingvar Gíslason , fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, lést í ágúst, 96 ára að aldri. Ingvar sat á þingi fyrir Norðurland eystra frá árinu 1961 til ársins 1987. Hann gegndi embætti formanns þingflokks Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1980 og var menntamálaráðherra á árinum 1980 til 1983. Hann gegndi í tvígang embætti forseta neðri deildar Alþingis – fyrst frá 1978 til 1979 og svo aftur frá 1983 til 1987. Eftir að þingferlinum lauk varð hann ritstjóri Tímans, frá 1987 til 1991. Kristján Helgi Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, lést í maí, 78 ára að aldri. Hann var bæjarstjóri Kópavogs á árunum 1982 til 1990. Ragnar Arnalds , fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést september, 84 ára að aldri. Ragnar var formaður Alþýðubandalagsins á árunum 1968 til 1977 og sat á þingi á árunum 1963 til 1967 og aftur frá 1971 til 1999. Hann var menntamála- og samgönguráðherra 1978 til 1979 og fjármálaráðherra 1980 til 1983. Menning og listir Anna Kristine Magnúsdóttir Mikulcakova , blaðamaður og dagskrárgerðarkona, lést í janúar, 68 ára að aldri. Anna Kristine var verðlaunaður blaðamaður og starfaði á mörgum helstu fjölmiðlum landsins. Hún var um tíma formaður Kattavinafélagsins. Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarkona lést í september, 69 ára að aldri. Hún skrifaði og leikstýrði meðal annars þáttaröðinni Allir litir hafsins eru kaldir frá 2005 og stuttmyndirnar Kalt borð og Hlaupaár. Þá hannaði Anna meðal annars plakat kvikmyndarinnar Með allt á hreinu. Ásgeir Jónsson tónlistarmaður sem einkum er þekktur fyrir það að hafa verið forsöngvari Baraflokksins frá Akureyri, lést í maí, 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984. Eiríkur Guðmundsson , útvarpsmaður og rithöfundur, lést í ágúst, 52 ára að aldri. Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Elías Snæland Jónsson, rithöfundur og ritstjóri, lést í apríl, 79 ára að aldri. Á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hann meðal annars á Tímanum, Nýjum þóðmálum, Visi og DV. Hann gaf út fjölda bóka og hlaut meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Brak og Bresti árið 1993. Erla Þorsteinsdóttir , söngkona sem einnig var þekkt sem stúlkan með lævirkjaröddina, lést í Danmörku í september, 89 ára að aldri. Hrafn Jökulsson rithöfundur lést í september, 56 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í hálsi í sumar. Hrafn kom víða við á ævinni en hann er hvað þekktastur fyrir ritstörf sín. Sem blaðamaður gegndi hann meðal annars stöðu ritstjóra Alþýðublaðsins og Mannlífs. Hann var einnig varaþingmaður Alþýðuflokksins og tók sæti á þingi árið 1995. Þá stofnaði Hrafn skákfélagið Hrókinn sem haldið hefur fjöldann allan af alþjóðlegum skákmótum hér á landi. Ingvar Lundberg , hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen, lést í júlí, 56 ára að aldri. Ingvar hlaut fyrr á árinu, ásamt Birni Viktorssyni, Edduverðlaun í flokknum „hljóð ársins“ fyrir kvikmyndina Dýrið. Svavar Pétur Eysteinsson , tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, lést í september, 45 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein um árabil. Svavar Pétur var menntaður grafískur hönnuður og ljósmyndari en er þekktastur sem tónlistarmaður og textahöfundur. Hann spilaði meðal annars með hljómsveitunum Múldýrinu, Rúnk og Skakkamanage, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tónlist undir listamannsnafninu Prins Póló. Þórður Tómasson , sem starfaði um árabil sem safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum, lést í janúar, hundrað ára að aldri. Skógasafn varðveitir og sýnir menningararf Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í atvinnutækjum til lands og sjávar, í listiðn, gömlum húsakosti, bókum, handritum og skjölum, allt frá landnámsöld til samtímans. Þuríður Pálsdóttir, söngkona og tónlistarkennari, lést í ágúst, 95 ára að aldri. Þuríður var frumkvöðull í söngkvennastétt hérlendis og söng fjölmörk óperuhlutverk í leikhúsum, Íslensku óperunni, útvarpi og sjónvarpi. Hún var sæmd fálkaorðunni árið 1982. Skólar og vísindi Gísli Arnór Víkingsson , sjávarlíffræðingur og einn helsti hvalasérfræðingur landsins, lést í júlí, 65 ára að aldri. Gísli hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun árið 1986, þar sem hann starfaði æ síðan. Þar tók hann við stöðu yfirmanns hvalrannsókna og hefur síðan verið talinn helsti hvalasérfræðingur landsins. Ólafur Ólafsson , læknir og fyrrverandi landlæknir, lést í maí, 93 ára að aldri. Hann tók svo við embætti landlæknis árið 1972 og gegndi stöðunni til ársins 1998. Ólafur var einnig virkur í félagsstörfum og gegndi meðal annars stöðu formanns Félags eldri borgara á árunum 2003 til 2005. Sigríður Theodóra Erlendsdóttir sagnfræðingur lést í september, 92 ára að aldri. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Íþróttir Axel Nikulásson , fyrrverandi körfuboltakappi og starfsmaður utanríkisráðuneytisins, lést í janúar, 59 ára að aldri. Axel spilaði með Keflavík lungan af ferli sínum og varð meistari með þeim Keflvíkingum þegar þeir tóku sinn fyrsta titil árið 1989. Davíð B. Gíslason , varaformaður Handknattleikssambands Íslands, lést eftir baráttu við krabbamein í janúar. Hann var 52 ára. Davíð var formaður laganefndar HSÍ og í stjórn sambandsins sem varaformaður þess frá 2013. Davíð sat í laganefnd ÍSÍ frá 2017 og var formaður þeirrar nefndar frá 2019. Guðmundur Friðrik Sigurðsson , fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrverandi formaður golfklúbbsins Keilis, lést í október, 76 ára að aldri. Guðmundur Friðrik var stjórnarmaður í handknattleiksdeild Hauka um áraraðir, formaður 1972 til 1978 og svo aftur og 1983 til 1985. Kristbjörn Albertsson , fyrrverandi körfuboltamaður, körfuboltadómari og formaður KKÍ, lést í júlí síðastliðinn, 77 ára að aldri. Kristbjörn lék körfubolta með Njarðvík ásamt því að vera formaður félagsins um árabil í kringum aldamótin. Kristbjörn var einnig kjörin formaður Körfuknattleikssambands Íslands árið 1981. Kristinn Ingvar Jónsson , fyrrverandi formaður KR, lést í september, 81 árs að aldri. Hann starfaði lengst af við prentun og stofnaði Formprent árið 1970 og stýrði því næstu rúmu 50 árin. Hann lék fótbolta með KR á gullaldarárum félagsins og lék alls 81 leik fyrir félagið. Hann varð formaður félagsins árið 1991 og var í tólf ár, til 2003. Magnús Guðmundsson , margfaldur Íslandsmeistari í golfi og á skíðum, lést í Bandaríkjunum í janúar, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Magnús Vignir Pétursson , kaupmaður og milliríkjadómari í bæði handbolta og knattspyrnu, lést í desember, 89 ára gamall. Magnús var mikill áhugamaður um íþróttir, grjótharður stuðningsmaður Liverpool og gegnheill Þróttari en hann kom að stofnun félagsins árið 1949. Þá var hann mikill áhugamaður um skák, alltaf í stuði og kjaftaði af honum hver tuska. Hann var af flestum í íþróttaheiminum þekktur sem Maggi Pé. María Guðmundsdóttir Toney , fyrrverandi landsliðskona á skíðum, lést í september, 29 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. María var margfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum og keppti í þeim fyrir Íslands hönd. Örn Steinsen , fyrrverandi framkvæmdastjóri KR, lést í júlí, 82 ára að aldri. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra KR á árunum 2000 til 2007. Fjölmiðlar, félagsstörf og fleira Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari lést í september, 64 ára að aldri. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins. Arna Schram , sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands, lést af völdum krabbameins í janúar, 53 ára að aldri. Arna starfaði lengst af sem blaðamaður og það var hennar ástríða. Fyrst á DV og síðan á Morgunblaðinu frá 1995 til 2006. Hún varð síðar hjá Kópavogsbæ en árið 2017 tók hún við starfi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar og gegndi því til dauðadags. Auður Perla Svansdóttir , matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, lést í janúar, 52 ára að aldri. Perla starfaði lengi hjá Actavis á gæðarannsóknardeild, en árið 2017 hóf hún störf hjá Nox Medical og starfaði þar við gæðamál til dauðadags. Hún var mikil söngkona og stundaði kórastarf alla sína ævi. Hún var meðlimur í Kvennakór Reykjavíkur í fjöldamörg ár og kórmeðlimur í Mótettukórnum frá árinu 2008 og síðustu ár gegndi hún einnig stöðu formanns Mótettukórsins. Árni Gils Hjaltason lést í júní 29 ára að aldri. Árni var mikið í fréttum undanfarin ár en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2017 fyrir tilraun til manndráps. Árni var svo sýknaður í Landsrétti í mars í fyrra og skaðabótamál í undirbúningi vegna máls hans. Bjarni Tryggvason geimfari lést í apríl, 76 ára að aldri. Bjarni fæddist í Reykjavík 21. september 1945 en fluttist til Vancouver í Kanada sjö ára gamall með foreldrum sínum. Bjarni var eðlisverkfræðingur að mennt og fór fyrstur Íslendinga, og sá eini, í geiminn þegar hann varði þar tólf dögum árið 1997. Dóra Ólafsdóttir , sem varð elst allra Íslendinga, lést í febrúar, 109 ára að aldri. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Elín Pálmadóttir blaðamaður, lést í mars, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Elín var handhafi blaðamannaskírteinis númer 1 þegar hún lést. Guðrún E. Thorlacius, sem var um margra ára bil félagi númer eitt í Stangveiðifélagi Reykjavíkur og einn af handhöfum gullmerkis félagsins, lést í febrúar, 96 ára að aldri. Helga Guðmundsdóttir , heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, lést í mars, 104 ára gömul. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Hilmar Örn Kolbeins , baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks, lést í september, 45 ára að aldri. Hann rataði í fjölmiðla meðal annars eftir að hafa dvalið um tíma á hjúkrunarheimili aldraðra því Reykjavíkurborg hafi neitað honum um heimaþjónustu. Jóhannes Tómasson , blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, lést í október, sjötugur að aldri. Hann starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu en tók árið 2006 við starfi upplýsingafulltrúa samgönguráðuneytisins, síðar innanríkisráðuneytisins, og starfaði þar í tólf ár með níu ráðherrum. Karitas H. Gunnarsdóttir , fyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, lést í október, 62 ára að aldri. Hún lét af störfum í ráðuneytinu fyrr á þessu ári og var í hópi reynslumestu starfsmanna stjórnarráðsins. Hún starfaði við fjölmiðla áður en hún hóf störf í umhverfisráðuneytinu árið 1993. Tveimur árum síðar flutti hún sig yfir í mennta- og menningarmálaráðuneytið og var staðgengill ráðuneytisstjóra undanfarin tólf ár. Leifur Hauksson útvarpsmaður lést í apríl, sjötugur að aldri. Leifur sinnti dagskrárgerð á báðum rásum Ríkisútvarpsins um margra ára skeið og var einn af reyndustu útvarpsmönnum landsins. Stjórnaði hann meðal annars morgunútvarpi Rásar 2. Magnea Hrönn Örvarsdóttir , listakona og fyrrverandi blaðamaður, lést í ágúst, fimmtíu ára að aldri. Magnea hafði síðustu ár beitt sér fyrir úrræðum til handa heimilislausum konum. Hún setti sinn svip á miðbæinn en áfengi og fíkniefni náðu tangarhaldi á lífi Magneu síðari ár ævi hennar. Magnús Norðdahl , flugstjóri og fimmfaldur Íslandsmeistari í listflugi, lést í september, 94 ára að aldri. Magnús hóf störf hjá Loftleiðum sumarið 1947 og starfaði þar í yfir 39 ár, eða til febrúar 1991. Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði lést í febrúar, 105 ára að aldri. Þegar hún lést bar hún titilinn elsti Íslendingurinn. Viðskipti Bjarni Haraldsson , verslunarmaður á Sauðárkróki, lést í janúar, 91 árs að aldri. Hann rak Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki frá 1970 til 2021. Bjarni var lengi stuðningsmaður og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokksins og var útnefndur fyrsti heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2019. Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og iðnrekandi, lést í apríl, 92 ára að aldri. Davíð var meðal annars áberandi í baráttunni fyrir því að leyfa sölu bjórs hérlendis. Halldór Jónatansson , lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar, lést í júní, níutíu að aldri. Hann gegndi stöðu forstjóra Landsvirkjunar á árunum 1983 til ársloka 1998. Sigurður Guðmundsson , athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, lést apríl, 53 ára að aldri. Sigurður starfrækti lengi þrjár minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri undir merkjum The Viking. Hann hafði búið í Sambíu síðustu ár þar sem hann starfrækti ferðaþjónustufyrirtæki. Sólon R. Sigurðsson , fyrrverandi bankastjóri, lést í júní, áttræður að aldri. Sólon var áberandi í íslensku viðskiptalífi um áratuga skeið og var meðal annars bankastjóri Búnaðarbankans á árunum 1990 til 2003, eða þar til að bankinn sameinaðist Kaupþingi. Hann varð þá annar tveggja bankastjóra sameinaðs banka, KB banka, og gegndi þeirri stöðu til ársins 2004. Þórður Baldur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Reiknistofu bankanna, lést í október, 93 ára að aldri. Hann var forstjóri Reiknistofu bankanna frá 1977 til 1996. Á sínum yngri árum var hann margfalur Íslandsmeistari í sleggjukasti. Aðrir Hallbjörn Hjartarson, útvarpsmaður, söngvari og dæmdur barnaníðingur, lést í september, 87 ára að aldri. Hann rak um árabil útvarpsstöðina Útvarp Kántríbæ og veitingastaðinn Kantríbæ á Skagaströnd. Hallbjörn hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2015 fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Róbert Downey , áður Róbert Árni Hreiðarsson, lést í júní 76 ára að aldri. Róbert var dæmdur árið 2008 í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann aftur kærður fyrir kynferðisbrot árið 2017. Nafn Róberts rataði í fréttir árið 2016 eftir að honum var veitt uppreist æru en við það sköpuðust heitar umræður í samfélaginu sem að lokum leiddi að lokum til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar sprakk. Samantektin var unnin upp úr andlátsfréttum sem birst hafa á Vísi og í Morgunblaðinu. Andlát Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021 Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. 30. desember 2021 09:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2020 Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins. 31. desember 2020 09:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2019 Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. 31. desember 2019 11:30 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í hópi þeirra sem létust á árinu má meðal annars nefna einn ástsælasta barnabókahöfund þjóðarinnar, fyrrverandi ráðherra, þjóðþekkta rithöfunda og útvarpsmenn og tónlistarmenn. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug, en þegar hefur birst frétt um fræga einstaklinga úti í heimi sem féllu frá á árinu. Úr heimi stjórnmála Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins, lést í mars, 95 ára að aldri. Hún sat í borgarstjórn frá 1962 til 1966 og aftur frá 1970 til 1986 og tók þátt í sögulegum sigri vinstri flokkanna í kosningum 1978. Adda Bára var varaformaður Alþýðubandalagsins frá því að flokkurinn var stofnaður með því nafni árið 1968 og allt til 1974. Árni Gunnarsson , fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður, lést í júní, 82 ára að aldri. Árni var kjörinn alþingismaður Norðurlands eystra fyrir Alþýðuflokkinn og sat hann á þingi 1978 til 1983 og 1987 til 1991. Þá var hann forseti neðri deildar árin 1979 og 1989 til 1991. Guðrún Helgadóttir , rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í mars, 86 ára að aldri. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1978 til 1982 og var alþingismaður frá 1979 til 1995, auk ársins 1999. Hún var forseti Alþingis 1988 til 1991, fyrst kvenna til að gegna því embætti og sennilega fyrsti kvenþingforseti í heiminum. Guðrún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 og hefur upp frá því verið einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur Íslands. Hún hefur sent frá sér 25 bækur sem þúsundir íslenskra barna hafa alist upp við og notið auk leikhandrita, kvikmynda og sjónvarpsþátta. Ingvar Gíslason , fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra, lést í ágúst, 96 ára að aldri. Ingvar sat á þingi fyrir Norðurland eystra frá árinu 1961 til ársins 1987. Hann gegndi embætti formanns þingflokks Framsóknarflokksins á árunum 1979 til 1980 og var menntamálaráðherra á árinum 1980 til 1983. Hann gegndi í tvígang embætti forseta neðri deildar Alþingis – fyrst frá 1978 til 1979 og svo aftur frá 1983 til 1987. Eftir að þingferlinum lauk varð hann ritstjóri Tímans, frá 1987 til 1991. Kristján Helgi Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, lést í maí, 78 ára að aldri. Hann var bæjarstjóri Kópavogs á árunum 1982 til 1990. Ragnar Arnalds , fyrrverandi þingmaður og ráðherra, lést september, 84 ára að aldri. Ragnar var formaður Alþýðubandalagsins á árunum 1968 til 1977 og sat á þingi á árunum 1963 til 1967 og aftur frá 1971 til 1999. Hann var menntamála- og samgönguráðherra 1978 til 1979 og fjármálaráðherra 1980 til 1983. Menning og listir Anna Kristine Magnúsdóttir Mikulcakova , blaðamaður og dagskrárgerðarkona, lést í janúar, 68 ára að aldri. Anna Kristine var verðlaunaður blaðamaður og starfaði á mörgum helstu fjölmiðlum landsins. Hún var um tíma formaður Kattavinafélagsins. Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir kvikmyndagerðarkona lést í september, 69 ára að aldri. Hún skrifaði og leikstýrði meðal annars þáttaröðinni Allir litir hafsins eru kaldir frá 2005 og stuttmyndirnar Kalt borð og Hlaupaár. Þá hannaði Anna meðal annars plakat kvikmyndarinnar Með allt á hreinu. Ásgeir Jónsson tónlistarmaður sem einkum er þekktur fyrir það að hafa verið forsöngvari Baraflokksins frá Akureyri, lést í maí, 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984. Eiríkur Guðmundsson , útvarpsmaður og rithöfundur, lést í ágúst, 52 ára að aldri. Eiríkur starfaði árum saman sem þáttastjórnandi á Rás eitt og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Elías Snæland Jónsson, rithöfundur og ritstjóri, lést í apríl, 79 ára að aldri. Á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hann meðal annars á Tímanum, Nýjum þóðmálum, Visi og DV. Hann gaf út fjölda bóka og hlaut meðal annars Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Brak og Bresti árið 1993. Erla Þorsteinsdóttir , söngkona sem einnig var þekkt sem stúlkan með lævirkjaröddina, lést í Danmörku í september, 89 ára að aldri. Hrafn Jökulsson rithöfundur lést í september, 56 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í hálsi í sumar. Hrafn kom víða við á ævinni en hann er hvað þekktastur fyrir ritstörf sín. Sem blaðamaður gegndi hann meðal annars stöðu ritstjóra Alþýðublaðsins og Mannlífs. Hann var einnig varaþingmaður Alþýðuflokksins og tók sæti á þingi árið 1995. Þá stofnaði Hrafn skákfélagið Hrókinn sem haldið hefur fjöldann allan af alþjóðlegum skákmótum hér á landi. Ingvar Lundberg , hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen, lést í júlí, 56 ára að aldri. Ingvar hlaut fyrr á árinu, ásamt Birni Viktorssyni, Edduverðlaun í flokknum „hljóð ársins“ fyrir kvikmyndina Dýrið. Svavar Pétur Eysteinsson , tónlistarmaður sem gekk undir listamannsnafninu Prins Póló, lést í september, 45 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein um árabil. Svavar Pétur var menntaður grafískur hönnuður og ljósmyndari en er þekktastur sem tónlistarmaður og textahöfundur. Hann spilaði meðal annars með hljómsveitunum Múldýrinu, Rúnk og Skakkamanage, en í seinni tíð samdi hann og gaf út tónlist undir listamannsnafninu Prins Póló. Þórður Tómasson , sem starfaði um árabil sem safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum, lést í janúar, hundrað ára að aldri. Skógasafn varðveitir og sýnir menningararf Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í atvinnutækjum til lands og sjávar, í listiðn, gömlum húsakosti, bókum, handritum og skjölum, allt frá landnámsöld til samtímans. Þuríður Pálsdóttir, söngkona og tónlistarkennari, lést í ágúst, 95 ára að aldri. Þuríður var frumkvöðull í söngkvennastétt hérlendis og söng fjölmörk óperuhlutverk í leikhúsum, Íslensku óperunni, útvarpi og sjónvarpi. Hún var sæmd fálkaorðunni árið 1982. Skólar og vísindi Gísli Arnór Víkingsson , sjávarlíffræðingur og einn helsti hvalasérfræðingur landsins, lést í júlí, 65 ára að aldri. Gísli hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun árið 1986, þar sem hann starfaði æ síðan. Þar tók hann við stöðu yfirmanns hvalrannsókna og hefur síðan verið talinn helsti hvalasérfræðingur landsins. Ólafur Ólafsson , læknir og fyrrverandi landlæknir, lést í maí, 93 ára að aldri. Hann tók svo við embætti landlæknis árið 1972 og gegndi stöðunni til ársins 1998. Ólafur var einnig virkur í félagsstörfum og gegndi meðal annars stöðu formanns Félags eldri borgara á árunum 2003 til 2005. Sigríður Theodóra Erlendsdóttir sagnfræðingur lést í september, 92 ára að aldri. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Íþróttir Axel Nikulásson , fyrrverandi körfuboltakappi og starfsmaður utanríkisráðuneytisins, lést í janúar, 59 ára að aldri. Axel spilaði með Keflavík lungan af ferli sínum og varð meistari með þeim Keflvíkingum þegar þeir tóku sinn fyrsta titil árið 1989. Davíð B. Gíslason , varaformaður Handknattleikssambands Íslands, lést eftir baráttu við krabbamein í janúar. Hann var 52 ára. Davíð var formaður laganefndar HSÍ og í stjórn sambandsins sem varaformaður þess frá 2013. Davíð sat í laganefnd ÍSÍ frá 2017 og var formaður þeirrar nefndar frá 2019. Guðmundur Friðrik Sigurðsson , fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrverandi formaður golfklúbbsins Keilis, lést í október, 76 ára að aldri. Guðmundur Friðrik var stjórnarmaður í handknattleiksdeild Hauka um áraraðir, formaður 1972 til 1978 og svo aftur og 1983 til 1985. Kristbjörn Albertsson , fyrrverandi körfuboltamaður, körfuboltadómari og formaður KKÍ, lést í júlí síðastliðinn, 77 ára að aldri. Kristbjörn lék körfubolta með Njarðvík ásamt því að vera formaður félagsins um árabil í kringum aldamótin. Kristbjörn var einnig kjörin formaður Körfuknattleikssambands Íslands árið 1981. Kristinn Ingvar Jónsson , fyrrverandi formaður KR, lést í september, 81 árs að aldri. Hann starfaði lengst af við prentun og stofnaði Formprent árið 1970 og stýrði því næstu rúmu 50 árin. Hann lék fótbolta með KR á gullaldarárum félagsins og lék alls 81 leik fyrir félagið. Hann varð formaður félagsins árið 1991 og var í tólf ár, til 2003. Magnús Guðmundsson , margfaldur Íslandsmeistari í golfi og á skíðum, lést í Bandaríkjunum í janúar, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Magnús Vignir Pétursson , kaupmaður og milliríkjadómari í bæði handbolta og knattspyrnu, lést í desember, 89 ára gamall. Magnús var mikill áhugamaður um íþróttir, grjótharður stuðningsmaður Liverpool og gegnheill Þróttari en hann kom að stofnun félagsins árið 1949. Þá var hann mikill áhugamaður um skák, alltaf í stuði og kjaftaði af honum hver tuska. Hann var af flestum í íþróttaheiminum þekktur sem Maggi Pé. María Guðmundsdóttir Toney , fyrrverandi landsliðskona á skíðum, lést í september, 29 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. María var margfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum og keppti í þeim fyrir Íslands hönd. Örn Steinsen , fyrrverandi framkvæmdastjóri KR, lést í júlí, 82 ára að aldri. Hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra KR á árunum 2000 til 2007. Fjölmiðlar, félagsstörf og fleira Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari lést í september, 64 ára að aldri. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins. Arna Schram , sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands, lést af völdum krabbameins í janúar, 53 ára að aldri. Arna starfaði lengst af sem blaðamaður og það var hennar ástríða. Fyrst á DV og síðan á Morgunblaðinu frá 1995 til 2006. Hún varð síðar hjá Kópavogsbæ en árið 2017 tók hún við starfi sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar og gegndi því til dauðadags. Auður Perla Svansdóttir , matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, lést í janúar, 52 ára að aldri. Perla starfaði lengi hjá Actavis á gæðarannsóknardeild, en árið 2017 hóf hún störf hjá Nox Medical og starfaði þar við gæðamál til dauðadags. Hún var mikil söngkona og stundaði kórastarf alla sína ævi. Hún var meðlimur í Kvennakór Reykjavíkur í fjöldamörg ár og kórmeðlimur í Mótettukórnum frá árinu 2008 og síðustu ár gegndi hún einnig stöðu formanns Mótettukórsins. Árni Gils Hjaltason lést í júní 29 ára að aldri. Árni var mikið í fréttum undanfarin ár en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2017 fyrir tilraun til manndráps. Árni var svo sýknaður í Landsrétti í mars í fyrra og skaðabótamál í undirbúningi vegna máls hans. Bjarni Tryggvason geimfari lést í apríl, 76 ára að aldri. Bjarni fæddist í Reykjavík 21. september 1945 en fluttist til Vancouver í Kanada sjö ára gamall með foreldrum sínum. Bjarni var eðlisverkfræðingur að mennt og fór fyrstur Íslendinga, og sá eini, í geiminn þegar hann varði þar tólf dögum árið 1997. Dóra Ólafsdóttir , sem varð elst allra Íslendinga, lést í febrúar, 109 ára að aldri. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Elín Pálmadóttir blaðamaður, lést í mars, 95 ára að aldri. Hún hóf störf sem blaðamaður á Vikunni en var svo ráðin til starfa á Morgunblaðinu árið 1958 þar sem hún starfaði til 1997 þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Elín var handhafi blaðamannaskírteinis númer 1 þegar hún lést. Guðrún E. Thorlacius, sem var um margra ára bil félagi númer eitt í Stangveiðifélagi Reykjavíkur og einn af handhöfum gullmerkis félagsins, lést í febrúar, 96 ára að aldri. Helga Guðmundsdóttir , heiðursborgari Bolungarvíkur og næstelsta kona landsins, lést í mars, 104 ára gömul. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Hilmar Örn Kolbeins , baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks, lést í september, 45 ára að aldri. Hann rataði í fjölmiðla meðal annars eftir að hafa dvalið um tíma á hjúkrunarheimili aldraðra því Reykjavíkurborg hafi neitað honum um heimaþjónustu. Jóhannes Tómasson , blaðamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, lést í október, sjötugur að aldri. Hann starfaði lengi sem blaðamaður á Morgunblaðinu en tók árið 2006 við starfi upplýsingafulltrúa samgönguráðuneytisins, síðar innanríkisráðuneytisins, og starfaði þar í tólf ár með níu ráðherrum. Karitas H. Gunnarsdóttir , fyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, lést í október, 62 ára að aldri. Hún lét af störfum í ráðuneytinu fyrr á þessu ári og var í hópi reynslumestu starfsmanna stjórnarráðsins. Hún starfaði við fjölmiðla áður en hún hóf störf í umhverfisráðuneytinu árið 1993. Tveimur árum síðar flutti hún sig yfir í mennta- og menningarmálaráðuneytið og var staðgengill ráðuneytisstjóra undanfarin tólf ár. Leifur Hauksson útvarpsmaður lést í apríl, sjötugur að aldri. Leifur sinnti dagskrárgerð á báðum rásum Ríkisútvarpsins um margra ára skeið og var einn af reyndustu útvarpsmönnum landsins. Stjórnaði hann meðal annars morgunútvarpi Rásar 2. Magnea Hrönn Örvarsdóttir , listakona og fyrrverandi blaðamaður, lést í ágúst, fimmtíu ára að aldri. Magnea hafði síðustu ár beitt sér fyrir úrræðum til handa heimilislausum konum. Hún setti sinn svip á miðbæinn en áfengi og fíkniefni náðu tangarhaldi á lífi Magneu síðari ár ævi hennar. Magnús Norðdahl , flugstjóri og fimmfaldur Íslandsmeistari í listflugi, lést í september, 94 ára að aldri. Magnús hóf störf hjá Loftleiðum sumarið 1947 og starfaði þar í yfir 39 ár, eða til febrúar 1991. Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði lést í febrúar, 105 ára að aldri. Þegar hún lést bar hún titilinn elsti Íslendingurinn. Viðskipti Bjarni Haraldsson , verslunarmaður á Sauðárkróki, lést í janúar, 91 árs að aldri. Hann rak Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki frá 1970 til 2021. Bjarni var lengi stuðningsmaður og gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokksins og var útnefndur fyrsti heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2019. Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og iðnrekandi, lést í apríl, 92 ára að aldri. Davíð var meðal annars áberandi í baráttunni fyrir því að leyfa sölu bjórs hérlendis. Halldór Jónatansson , lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar, lést í júní, níutíu að aldri. Hann gegndi stöðu forstjóra Landsvirkjunar á árunum 1983 til ársloka 1998. Sigurður Guðmundsson , athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, lést apríl, 53 ára að aldri. Sigurður starfrækti lengi þrjár minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri undir merkjum The Viking. Hann hafði búið í Sambíu síðustu ár þar sem hann starfrækti ferðaþjónustufyrirtæki. Sólon R. Sigurðsson , fyrrverandi bankastjóri, lést í júní, áttræður að aldri. Sólon var áberandi í íslensku viðskiptalífi um áratuga skeið og var meðal annars bankastjóri Búnaðarbankans á árunum 1990 til 2003, eða þar til að bankinn sameinaðist Kaupþingi. Hann varð þá annar tveggja bankastjóra sameinaðs banka, KB banka, og gegndi þeirri stöðu til ársins 2004. Þórður Baldur Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Reiknistofu bankanna, lést í október, 93 ára að aldri. Hann var forstjóri Reiknistofu bankanna frá 1977 til 1996. Á sínum yngri árum var hann margfalur Íslandsmeistari í sleggjukasti. Aðrir Hallbjörn Hjartarson, útvarpsmaður, söngvari og dæmdur barnaníðingur, lést í september, 87 ára að aldri. Hann rak um árabil útvarpsstöðina Útvarp Kántríbæ og veitingastaðinn Kantríbæ á Skagaströnd. Hallbjörn hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2015 fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Róbert Downey , áður Róbert Árni Hreiðarsson, lést í júní 76 ára að aldri. Róbert var dæmdur árið 2008 í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann aftur kærður fyrir kynferðisbrot árið 2017. Nafn Róberts rataði í fréttir árið 2016 eftir að honum var veitt uppreist æru en við það sköpuðust heitar umræður í samfélaginu sem að lokum leiddi að lokum til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar sprakk. Samantektin var unnin upp úr andlátsfréttum sem birst hafa á Vísi og í Morgunblaðinu.
Andlát Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021 Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. 30. desember 2021 09:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2020 Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins. 31. desember 2020 09:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2019 Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. 31. desember 2019 11:30 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021 Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok. 30. desember 2021 09:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2020 Fjöldi þjóðþekktra Íslendingar kvaddi á árinu sem senn er á enda. Í hópi þeirra eru meðal annarra einhver ástsælasti söngvari þjóðarinnar, einhver vinsælasti skemmtikraftur landsins, frumkvöðull á sviði líkamsræktar á Íslandi, fyrrverandi ráðherrar og höfundur bókanna um Maxímús Músíkús. Þá þögnuðu einhverjar af þekktustu útvarpsröddum landsins. 31. desember 2020 09:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2019 Margir þjóðþekktir Íslendingar sögðu skilið við þennan heim á árinu sem senn er á enda. 31. desember 2019 11:30
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2018 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu sem senn er á enda, þar á meðal einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, heimsfrægt tónskáld, fyrrverandi ráðherra og eitt fremsta ljóðskáld þjóðarinnar. 31. desember 2018 10:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2017 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. 31. desember 2017 11:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2016 Fyrrverandi ráðherra og nokkrir af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar eru í hópi þeirra þjóðþekktu Íslendinga sem kvöddu á árinu sem senn er á enda. 30. desember 2016 11:00
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2015 Margir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu þennan heim á árinu. Vísir tók saman nokkur nöfn sem Íslendingum ættu að vera kunnug. 28. desember 2015 11:00