Minkafaraldur í Mosfellsbæ: „Þetta eru úlfar í sauðagæru“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 13:35 Þessa mynd tók Freyja af minknum sem hún fangaði eftir að hann var felldur af meindýraeyði. Þar sést vel hversu vel í holdum minkurinn var og vel haldinn. Freyja Kjartansdóttir Minkar sem sloppið hafa úr minkabúi í Helgadal herja nú á íbúa Mosfellsbæjar. Síðustu daga hafa minkar drepið fjölmargar hænur og dúfur. Íbúar hafa áhyggjur af stöðunni, af því að minkarnir ráðist á gæludýr og þeir kynnu að fara ofan í barnavagna. Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dýr Mosfellsbær Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Freyja Kjartansdóttir er íbúi í Mosfellsbæ. Hún hefur orðið vör við mikinn minkagang síðustu daga og segir óhug meðal íbúa. „Hér eru margir með hænur og fólk hefur áhyggjur af kisunum sínum. Það eru líklega óþarfa áhyggjur en maður veit aldrei. Fólk hefur líka áhyggjur af smáhundum, nágrannakona mín er með þrjá hunda og er komin með fellibúr fyrir minka í forstofuna hjá sér," segir Freyja. Rúv greindi frá því að í fyrradag hafi fuglabóndi komið af átta dauðum hænum og þrjátíu og níu dúfum, hreinræktuðum dúfum af sjaldgæfri tegund. Freyja segist hafa orðið vör við einn og einn mink í gegnum árin en aldrei svona mikið af þeim líkt og nú. Fyrir um þremur vikum varð hún vör við mink á pallinum hjá sér og tók af honum meðfylgjandi myndbönd. Eins og heyra má þá gefur dýrið frá sér vægast sagt óhugnalegt hljóð sem Freyja lýsir sem „halloween öskri. Augljóst að minkarnir koma af búinu Íbúar eru mjög ósáttir við að hafa minkabú svona nálægt byggð að sögn Freyju, sem segir augljóst að minkarnir komi af minkabúi sem staðsett er í Helgadal. „Viltur minkur er bara brúnn á Íslandi en þessir eru hvítir og gráir. Þeir eru feitir og pattaralegir með fallegan feld. Fyrst þeir koma svona að ljósi og birtu og sækjast í mannfólk er því þeir eru vanir að mannfólk fóðri þá. Annars væru þeir bara ofan í holu, kæmu upp á næturnar til að éta og væru svo farnir, en þessir eru bara að dóla sér. Ég veit um fólk sem kom að mink inni í svefnherbergi hjá sér um daginn.“ Fólk fellur fyrir krúttleikanum Freyja tekur fram að minkarnir virðist gæfir og krúttlegir, en séu það alls ekki. Þá varar hún við því að setja börn út í barnavagna. Freyja KjartansdóttirAðsend „Fyrst hann er svona gæfur myndi ég sjálf ekki vilja vera með barn úti í vagni núna. Þeir sækjast í hlýju. Fólk fellur fyrir krúttleikanum en þetta eru úlfar í sauðagæru, því miður.“ Nánar verður fjallað um minkafaraldurinn í Mosfellsbæ í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Dýr Mosfellsbær Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira