Elísa Eyþóra fæddist 17. desember síðastliðinn: „4.050 gramma 51 centimetra fullkomnun,“ sagði Katrín eda þá á Instagram. Hún hafði leyft fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni.
Katrín Edda greindi ítarlega frá öllu ferlinu, allt frá því að hún hóf meðferð við ófrjósemi, þegar hún fékk jákvæða niðurstöðu á þungunarprófi, þegar kyn barnsins kom í ljós og loks þegar stúlkan kom í heiminn.
Stúlkan er fyrsta barn þeirra Katrínar Eddu og Markusar en þau létu pússa sig saman í byrjun árs.