Íbúar í Höfnum innilokaðir í fleiri sólarhringa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 14:47 Haraldur segir ástandið hafa verið algjörlega fordæmalaust. Landsbjörg Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl. Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur. Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur.
Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira