Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Fleiri hundruð erlendir ferðamenn eru veðurtepptir í Vík í Mýrdal og þurftu björgunarsveitir að koma mörgum þeirra til bjargar í gær. Hótelstarfsmaður segir gestina jákvæða en margir þeirra beri ekki nóga virðingu fyrir íslenskri náttúru.

Þúsundir verja jólunum á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna óveðurs þar í landi. Fjölmargir Bandaríkjamenn sem ætluðu heim um jólin eru sömuleiðis fastir víða um heim. Við spjöllum við Bandarískan strandaglóp sem varði aðfangadegi í Keflavík fjarri fjölskyldunni.

Fjármálaráðherra segist vera hrifinn af því að dreifa hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka til almennings. Hann vill losa um eignarhald ríkisins þegar markaðsaðstæður eru hagfelldar. Fjármálaeftirlitið lýkur ekki við athugun á sölunni á þessu ári.

Volódímír Selenskí flutti jólaávarp í kjölfar mannskæðra flugskeyta- og drónaárása Rússa á borgina Kherson í morgun þar sem hann minnti þjóðina á árangur Úkraínumanna. Við heyrum frá honum og fjöllum um jólaávarp biskups og Frans páfa.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×