Haraldur maður ársins hjá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. desember 2022 11:36 Haraldur Þorleifsson með viðurkenninguna. bylgjan Haraldur Ingi Þorleifsson er maður ársins 2022 að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. Haraldur hlaut mjög sterka kosningu og greinilegt að hann hefur snert landsmenn með framtaki sínu á árinu. Haraldur hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Rúmlega tuttugu þúsund atkvæði voru greidd í kjörinu í ár. Svo fór að Haraldur Ingi hlaut 5649 atkvæði en næstur á hæla honum var Vilhjálmur Ingi Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, með 3512 atkvæði. Vilhjálmur Ingi óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur og efnilegur knattspyrnukappi úr Hveragerði varð í þriðja sæti með 2471 atkvæði. Arnór Ingi sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Haraldur var til viðtals á Bylgjunni þar sem hann tók á móti verðlaununum: Fyrri verðlaunahafar: 2009 Edda Heiðrún Backman 2010 Þórður Guðnason 2011 Mugison 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2014 Tómas Guðbjartsson 2015 Þröstur Leó Gunnarsson 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu 2017 Grímur Grímsson 2018 Bára Halldórsdóttir 2019 Björgunarsveitarmaðurinn 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2021 Guðmundur Felix Grétarsson Fréttir ársins 2022 Bylgjan Reykjavík síðdegis Áramót Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2022 Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins 2022 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega átján hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. 21. desember 2022 09:15 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Haraldur hlaut mjög sterka kosningu og greinilegt að hann hefur snert landsmenn með framtaki sínu á árinu. Haraldur hefur barist fyrir bættu aðgengi fólks með fötlun. Þar ber hæst verkefnið Römpum upp Ísland. Þá hefur hann aðstoðað þolendur kynferðisofbeldis. Rúmlega tuttugu þúsund atkvæði voru greidd í kjörinu í ár. Svo fór að Haraldur Ingi hlaut 5649 atkvæði en næstur á hæla honum var Vilhjálmur Ingi Sigurðsson, fastagestur á Benzin-café við Grensásveg, með 3512 atkvæði. Vilhjálmur Ingi óð fótbrotinn inn í brennandi strætisvagn, slökkti eldinn og leiddi farþega út úr vagninum. Arnór Ingi Davíðsson fjórtán ára drengur og efnilegur knattspyrnukappi úr Hveragerði varð í þriðja sæti með 2471 atkvæði. Arnór Ingi sýndi mikið snarræði og hárrétt viðbrögð þegar hann bjargaði tíu ára bróður sínum úr snjóflóði sem féll við hlíðar Hamarsins í Hveragerði þar sem þeir voru að leika sér á sleða. Haraldur var til viðtals á Bylgjunni þar sem hann tók á móti verðlaununum: Fyrri verðlaunahafar: 2009 Edda Heiðrún Backman 2010 Þórður Guðnason 2011 Mugison 2012 Eiríkur Ingi Jóhannsson 2013 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2014 Tómas Guðbjartsson 2015 Þröstur Leó Gunnarsson 2016 Karlalandsliðið í knattspyrnu 2017 Grímur Grímsson 2018 Bára Halldórsdóttir 2019 Björgunarsveitarmaðurinn 2020 Heilbrigðisstarfsmaðurinn 2021 Guðmundur Felix Grétarsson
Fréttir ársins 2022 Bylgjan Reykjavík síðdegis Áramót Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2022 Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins 2022 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega átján hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. 21. desember 2022 09:15 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2022 Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins 2022 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Tæplega átján hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. 21. desember 2022 09:15