Prísar sig sæla að hafa ekki fundið ástina í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 12:21 Vigdís Finnbogadóttir vildi lítið ræða ástina í viðtalinu við Heimi Má Pétursson. Vísir/Ívar Fannar Vigdís Finnbogadóttir forseti segir að þrátt fyrir ánægjulega dvöl í Frakklandi á háskólaárunum hafi hún aldrei orðið skotin í frönskum karlmanni. Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“ Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“
Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44
Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04