Prísar sig sæla að hafa ekki fundið ástina í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 12:21 Vigdís Finnbogadóttir vildi lítið ræða ástina í viðtalinu við Heimi Má Pétursson. Vísir/Ívar Fannar Vigdís Finnbogadóttir forseti segir að þrátt fyrir ánægjulega dvöl í Frakklandi á háskólaárunum hafi hún aldrei orðið skotin í frönskum karlmanni. Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“ Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Vigdís fór um víðan völl í ítarlegu viðtali við Heimi Má Pétursson á annan dag jóla. Þar voru rifjuð upp árin hennar í Frakklandi. Hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum þar í landi. Fyrst við háskólann í Grenoble og síðar Sorbonne. Hún segir það hafa reynst vel að byrja í minni háskóla á meðan hún var að öðlast hugrekki til að tala tungumálið sem hún var að læra. París er oft nefnd borg ástarinnar. Vigdís segir ástina ekki hafa komið við sögu í París. „Almáttugur nei,“ segir Vigdís og skellir upp úr. „Ég var svo heppin að ég varð aldrei skotin í Fransmanni.“ Hún útskýrir nánar af hverju Frakkarnir hafi ekki heillað hana. „Þeir voru svo macho Frakkar, eða voru þá. Miklu meira þá en núna kannski. Þeir voru svo óskaplega mikið franskir, miklir karlar. Karlar voru svo miklir karlar í Frakklandi. Það voru miklu færri konur í háskólunum til dæmis. Núna eru þetta allt aðrir tímar.“ Vigdís varð fyrst kvenna lýðræðislega kjörin forseti í heiminum. Hún hefur alla tíð haldið einkalífi sínu nokkuð út af fyrir sig. Hún giftist Ragnari Arinbjarnar árið 1954 en þau skildu sjö árum síðar. Árið 1972 ættleiddi hún svo dóttur sína Ástríði og var að því er næst verður komist fyrst einhleypra kvenna til að ættleiða barn hér á landi. Annars hefur lítið frést af ástum og örlögum forsetans sem varð 92 ára fyrr á árinu. „Hvað er þetta, heldurðu að ég fari að segja þér það,“ svaraði Vigdís aðspurð um ástina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeirri tilfinningu en ég ber hana ekki á torg.“
Ástin og lífið Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44 Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. 26. desember 2022 22:44
Eins og að hoppa út í djúpu laugina Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir í viðtali sem Stöð 2 sýnir í kvöld, að forseti hverju sinni ætti ekki að fara gegn meirihlutavilja Alþingis. Forsetaembættið væri mikilvægt sameiningartákn þjóðarinnar á gleði- og sorgarstundum. 26. desember 2022 10:04