Jólagóðverk á Akureyri: „Ég opnaði bréfið við kassann og fór strax að gráta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 30. desember 2022 13:07 Hér má sjá Katrínu Sylvíu með bréfið góða og peningseðilinn. Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net „Þetta var svo ótrúlega fallegt. Ég er bara 18 ára og var svakalega brugðið,“ segir Katrín Sylvía Brynjarsdóttir starfsmaður Bónuss á Akureyri. Stuttu fyrir jól fékk Katrín óvæntan glaðning, frá viðskiptavini verslunarinnar sem hún þekkir ekki neitt en hefur þó oft afgreitt. Þessi hugljúfa saga af jólagóðverki birtist á dögunum á vef Akureyri.net. Katrín Sylvía var að afgreiða konu á kassanum í Bónus og þegar konan hafði lokið við að ganga frá vörunum rétti hún Katrínu Sylvíu umslag og hélt svo sína leið. Katrín Sylvía segist hreinlega hafa farið að gráta við afgreiðslukassann þegar hún opnaði umslagið og sá hvað leyndist í því. „Í umslaginu var ótrúlega fallegt bréf, þar sem hún hrósaði mér mikið, og 10 þúsund króna seðill!“ Í bréfinu þakkaði konan Katrínu Sylvíu fyrir allt sem hún hefði gert á árinu til að gera heiminn og umhverfið í kringum sig betra. Þar stóð meðal annars: „Ég skynja að þú hefur gert margt sem snertir aðra á jákvæðan hátt. Mun meira en þú gerir þér grein fyrir.“ Katrín Sylvía segist hafa fundið út nafn konunnar í kjölfarið og hringt í hana. Þá kom í ljós að Katrín Sylvía var ekki eini kassastarfsmaðurinn á Akureyri sem hafði fengið umslag frá hinni gjafmildu konu, heldur var hún sú fimmta í röðinni. „Konan sagði að ég væri besti kassastarfsmaður sem hún hefði hitt og ég ætti þetta skilið. Hún hrósaði mér svo mikið, sagði að kúnnarnir skiptu mig greinilega öllu máli og það er alveg rétt hjá henni; mér finnst skipta öllu máli að koma vel fram við viðskiptavinina.“ Jól Akureyri Góðverk Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Þessi hugljúfa saga af jólagóðverki birtist á dögunum á vef Akureyri.net. Katrín Sylvía var að afgreiða konu á kassanum í Bónus og þegar konan hafði lokið við að ganga frá vörunum rétti hún Katrínu Sylvíu umslag og hélt svo sína leið. Katrín Sylvía segist hreinlega hafa farið að gráta við afgreiðslukassann þegar hún opnaði umslagið og sá hvað leyndist í því. „Í umslaginu var ótrúlega fallegt bréf, þar sem hún hrósaði mér mikið, og 10 þúsund króna seðill!“ Í bréfinu þakkaði konan Katrínu Sylvíu fyrir allt sem hún hefði gert á árinu til að gera heiminn og umhverfið í kringum sig betra. Þar stóð meðal annars: „Ég skynja að þú hefur gert margt sem snertir aðra á jákvæðan hátt. Mun meira en þú gerir þér grein fyrir.“ Katrín Sylvía segist hafa fundið út nafn konunnar í kjölfarið og hringt í hana. Þá kom í ljós að Katrín Sylvía var ekki eini kassastarfsmaðurinn á Akureyri sem hafði fengið umslag frá hinni gjafmildu konu, heldur var hún sú fimmta í röðinni. „Konan sagði að ég væri besti kassastarfsmaður sem hún hefði hitt og ég ætti þetta skilið. Hún hrósaði mér svo mikið, sagði að kúnnarnir skiptu mig greinilega öllu máli og það er alveg rétt hjá henni; mér finnst skipta öllu máli að koma vel fram við viðskiptavinina.“
Jól Akureyri Góðverk Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira