Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins Telma Tómasson skrifar 31. desember 2022 15:25 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu. Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira