Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri maður ársins Telma Tómasson skrifar 31. desember 2022 15:25 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. Ljóst er að Ásgeir hefur með ákvörðunum sínum haft gríðarleg áhrif á daglegt líf Íslendinga á árinu. Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira
Í upphafi árs var þrátt fyrir Covid og samkomutakmarkanir gott að vera Íslendingur og landinn virtist hafa úr nægu að moða. En það voru teikn á lofti og smám saman fór verðbólgan - stærsta og líklega erfiðasta viðfangsefni ársins - að keyra fram úr hófi, drifin áfram af einkaneyslu, verðhækkunum á húsnæðismarkað, stríði í útlöndum og öðrum innfluttum vanda. Kryddsíld í heild sinni: Tilkynningar um stýrivaxtahækkun hættu að koma á óvart, stigið var á bremsuna aftur og aftur og eyríki í norðri gefin skýr skilaboð: auka aðhald, spara meira og gæta hófstillingar í kjarasamningum að hausti. Allir þyrftu að leggjast á eitt. Já, á kjarasamningsári var tónninn sleginn. Verkalýðshreyfingunni var ekki skemmt. Og samtökum atvinnulífsins ekki heldur. Talað var um hæstráðandi í Seðlabankanum sem vin auðvaldsins - í bankanum væru fjármálahýenur á fóðrum. Seðlabankinn var orðinn verulega svartsýnn og erlendis óttuðust menn heimskreppu. Umdeildustu orð ársins urðu til í þessu árferði, um tíðar tásumyndir frá Tene sem væri vísbending um kröftuga einkaneyslu sem þyrfti að hemja. Mörgum var strokið öfugt. Skiljanlega. Skórinn kreppir enda víða. En var þarna komin skúrkur ársins eða rödd skynseminnar? Við látum framtíðina um að svara því. Maður ársins er umdeildur, feikna umdeildur, en flestir eru þó sammála um að líklega hafi enginn einn Íslendingur haft jafn afgerandi áhrif á líf landsmanna á þessu ári. Hann setti kúrsinn, meðvitaður um þær óvinsældir sem hann myndi skapa sér, hvikaði ekki þrátt fyrir hávær mótmæli og mikla mótspyrnu, óhræddur við að ýta við neysluglöðum, bjóða ríkisvaldinu, hagsmunasamtökum og verkalýðsforystunni birginn, tala beint til þjóðarinnar á mannamáli. Markmiðið skýrt; að sigla þjóðarskútunni á lygnari sjó, snúa dæminu við, hafa betur í baráttunni við verðbólguna, verja lífskjörin. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Maður ársins er Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fréttir ársins 2022 Seðlabankinn Kryddsíld Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Sjá meira