Var heimilt að synja beiðni um eyðingu gagna úr Íslendingabók Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 07:49 Íslendingabók geymir upplýsingar um ættartengsl Íslendinga. Vísir/Vilhelm Persónuvernd segir Íslenskri erfðagreiningu hafa verið heimilt að synja konu um að upplýsingar um hana og ólögráða barn hennar yrðu fjarlægðar úr Íslendingabók. Var vinnsla upplýsingana sögð nauðsynleg vegna ættfræðirannsókna og í sagnfræðilegum tilgangi. Konan kvartaði til Persónuverndar í janúar 2021 vegna synjunar Íslenskrar erfðagreiningar á beiðni hennar um eyðingu persónuupplýsinga um hana og ólögráða barn hennar úr Íslendingabók. Íslendingabók er haldið úti af Íslenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni ehf. Í bréfi lögmanns konunnar sem barst Persónuvernd í september síðastliðnum var jafnframt áréttuð sú krafa að ákveðið yrði að Íslendingabók væri óheimilt að skrá, vista, vinna, birta og miðla með öllum hugsanlegum hætti persónuupplýsingum um konuna og barn hennar. Konan taldi að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að verða við beiðni hennar um að eyða upplýsingum um hana og barn hennar úr gagnagrunni og af vefsíðu Íslendingabókar. Hún hefði ekki gefið samþykki fyrir því að persónuupplýsingar um hana og barnið yrðu skráðar og birtar né hefði hún verið upplýst um það. Menn gætu varla varist birtingu almennra lýðskrárupplýsinga Íslensk erfðagreining vísaði meðal annars til ákvæðis um vinnslu persónuupplýsinga í þágu almannaahagsmuna. Vísað var til þess að ættfræðirannsóknir væru ein tegund vísinda- og sagnfræðirannsókna, sem féll undir vinnsluheimildir ákvæðisins. Þá var einnig vísað til þess að með Íslendingabók væri stuðlað að ættfræðirannsóknum á Íslandi. „Ættfræðirannsóknir, sem hafi verið stundaðar á Íslandi um árhundruð, njóti mikilla vinsælda hjá almenningi og séu ein meginstoðin í menningararfi þjóðarinnar. Auk þess séu ættfræðirannsóknir einn grundvöllur og forsenda fyrir viðamiklum rannsóknum á sviði mannerfðafræði hérlendis.“ Lögmætir hagsmunir vegna vinnslu umræddra persónuupplýsinga væru því meiri en hagsmunir konunnar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir meðal annars að stofnunin hafi í fyrri niðurstöðum sínum litið svo á að menn gætu vart varist því að í ættfræði- og æviskrárritum birtust um þá almennar lýðskrárupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, nöfn niðja, foreldra og núverandi maka. Þá sagði að undanþágur væru í gildi vegna vinnslu sem væri nauðsynleg vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði, eða í tölfræðilegum tilgangi. Íslenskri erfðagreiningu hefði því verið heimilt að synja beiðni konunnar. Persónuvernd Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Konan kvartaði til Persónuverndar í janúar 2021 vegna synjunar Íslenskrar erfðagreiningar á beiðni hennar um eyðingu persónuupplýsinga um hana og ólögráða barn hennar úr Íslendingabók. Íslendingabók er haldið úti af Íslenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni ehf. Í bréfi lögmanns konunnar sem barst Persónuvernd í september síðastliðnum var jafnframt áréttuð sú krafa að ákveðið yrði að Íslendingabók væri óheimilt að skrá, vista, vinna, birta og miðla með öllum hugsanlegum hætti persónuupplýsingum um konuna og barn hennar. Konan taldi að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að verða við beiðni hennar um að eyða upplýsingum um hana og barn hennar úr gagnagrunni og af vefsíðu Íslendingabókar. Hún hefði ekki gefið samþykki fyrir því að persónuupplýsingar um hana og barnið yrðu skráðar og birtar né hefði hún verið upplýst um það. Menn gætu varla varist birtingu almennra lýðskrárupplýsinga Íslensk erfðagreining vísaði meðal annars til ákvæðis um vinnslu persónuupplýsinga í þágu almannaahagsmuna. Vísað var til þess að ættfræðirannsóknir væru ein tegund vísinda- og sagnfræðirannsókna, sem féll undir vinnsluheimildir ákvæðisins. Þá var einnig vísað til þess að með Íslendingabók væri stuðlað að ættfræðirannsóknum á Íslandi. „Ættfræðirannsóknir, sem hafi verið stundaðar á Íslandi um árhundruð, njóti mikilla vinsælda hjá almenningi og séu ein meginstoðin í menningararfi þjóðarinnar. Auk þess séu ættfræðirannsóknir einn grundvöllur og forsenda fyrir viðamiklum rannsóknum á sviði mannerfðafræði hérlendis.“ Lögmætir hagsmunir vegna vinnslu umræddra persónuupplýsinga væru því meiri en hagsmunir konunnar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir meðal annars að stofnunin hafi í fyrri niðurstöðum sínum litið svo á að menn gætu vart varist því að í ættfræði- og æviskrárritum birtust um þá almennar lýðskrárupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, nöfn niðja, foreldra og núverandi maka. Þá sagði að undanþágur væru í gildi vegna vinnslu sem væri nauðsynleg vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði, eða í tölfræðilegum tilgangi. Íslenskri erfðagreiningu hefði því verið heimilt að synja beiðni konunnar.
Persónuvernd Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent