Vilja frekar vera í fangelsi en á götunni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. janúar 2023 23:00 Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist, sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að fangar vilji ekki ljúka afplánun þar sem þeir hafa ekki í nein hús að venda eftir fangelsisvist. Þeir sæki því ekki um reynslulausn og í einstaka tilvikum brjóti viljandi af sér í fangelsinu til að lengja dóminn. Verkefnastjóri Rauða krossins segir skort á húsnæði stærsta vandamál sem þessi hópur fólks glími við. Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“ Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Kvíði, depurð og hræðsla við framtíðina eru dæmi um tilfinningar sem fangar finna oft á tíðum fyrir þegar tími er kominn til þess að snúa aftur út í samfélagið eftir fangelsisvist. Sem betur fer eru þó til einhver úrræði fyrir þennan hóp fólks. Aðstoð eftir afplánun er verkefni á vegum Rauða krossins með þann tilgang að aðstoða einstaklinga sem eru eða hafa verið í afplánun að aðlagast samfélaginu á ný. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu á vegum Rauða krossins. Hún kannast við dæmi þess að fólk hreinlega vilji ekki ljúka afplánun og myndi frekar vilja dvelja áfram í fangelsi. Bjarnheiður Pálína Björgvinsdóttir stýrir verkefninu Aðstoð eftir afplánun á vegum Rauða krossinsVísir/Arnar „Við höfum alltaf upplifað að þessir einstaklingar kvíði að koma út og vita ekki hvað tekur við. Það vill enginn vera í fangelsi. En af tvennu illu, þá eru þeir allavega með öruggt rúm, fá máltíðir, það er röð og regla á öllu. Þeir eru kannski að koma út í óöruggt húsnæði og óöruggar aðstæður. Það getur verið kvíðvænlegt,“ segir Bjarnheiður. Hún segir skort á húsnæði stærsta vandamálið sem þessi hópur fólks glími við og að langflestir sem nýta sér úrræðið á vegum Rauða Krossins glími við heimilisleysi. „Þú ert að koma úr fangelsi með ekki neitt, þú ert ekki með húsnæði, ekki með atvinnu. Það er í rauninni ekkert sem að grípur þig. Núna á veturnar er kannski ekki fýsilegasti kosturinn að þurfa að fara í gistiskýli.“ Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss fyrir karla.Vísir/Arnar Batahús er einstaklingsmiðað úrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára. Stofnun Batahússins byggir á skýrslu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðherra skilaði árið 2019. Þar var talin þörf á frekari úrræðum fyrir fanga eftir að afplánun lýkur. Eitt hús er rekið fyrir karla og annað fyrir konur, en mun færri komast að en vilja og biðlistinn er langur. Agnar Bragason er forstöðumaður Batahúss. Hann segir mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því að með því að fjársvelta þennan málaflokk sé í raun verið að skjóta sig í fótinn. „Einn einstaklingur úr þeim hópi sem kemur hingað getur valdið gríðarlegum skaða, bara einn einstaklingur á einu ári. Sem nemur tugum eða hundruð milljóna, svo ég held að þessar fáu milljónir sem fara í svona úrræði eins og þetta skili sér margfalt til samfélagsins.“
Fangelsismál Húsnæðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira