Vegir eru víða lokaðir eða ófærir á þessum svæðum að því er segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þá er svokallað óvissustig á Hellisheiðinni og í Þrengslum og segir Vegagerð að þar geti lokast með stuttum fyrirvara.
Suðurstrandarvegur er einnig lokaður vegna flughálku og veðurs og vegurinn um Kjalarnes lokaðist í morgun vegna umferðarteppu við Esjumela.
Þá hefur Mosfellsheiðin einnig verið lokuð síðan í gærkvöldi vegna fastra bíla.