„Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. janúar 2023 12:58 Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Hrafnhildar P. Þorsteinsdóttur. Stöð 2 Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti
Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
„Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31