Nanna úr Of Monsters and Men gefur út sitt fyrsta sóló lag Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. janúar 2023 15:50 Tónlistarkonan Nanna Bryndís gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag. Angela Ricciardi Tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gaf í dag út sitt fyrsta sóló lag, Godzilla. Nanna hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Of Monsters and Men en fetar nú nýjar slóðir með þessu verkefni. „Godzilla varð til þegar ég var að dunda mér með gítarinn seint að vetrarkvöldi,“ segir Nanna. Hún segir innblásturinn að textanum hafa komið úr gömlu Godzilla myndunum. „Ég fann einhverja tengingu þar og fann til með þessu risa skrímsli á skjánum. Þrátt fyrir að Godzilla rústi öllu í kringum sig fannst mér eins og það ætli sér ekki að vera vont og vilji einfaldlega fá að tilheyra þessum heimi.“ Hún segir lagið því fjalla um það að upplifa sjálfan sig eins og skrímsli og þá tilfinningu að eiga einhvern að þegar maður hefur sett allt á hvolf. View this post on Instagram A post shared by NaNNa (@nannabh) Lagið var tekið upp í húsi Nönnu í sveitinni. Þar ríkir mikil kyrrð sem veitir Nönnu mikinn innblástur. „Ég, Bjarni Þór Jensson og Ragnar Þórhallsson settum upp pop-up stúdíó og eyddum þarna tíma saman í sveitinni. Markmiðið var að fanga hlýjuna og værðina og gleyma sér ekki um of í leit að fullkomnun,” segir Nanna. Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið sem var tekið upp í lok sumars. Myndbandið endurspeglar texta lagsins og fangar á næman hátt þá ljúfsáru tilfinningu að aftengjast hversdagsleikanum á fjölförnum stöðum. Nanna Bryndís verður fyrsti viðmælandi í nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hefja göngu sína á sunnudaginn. Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
„Godzilla varð til þegar ég var að dunda mér með gítarinn seint að vetrarkvöldi,“ segir Nanna. Hún segir innblásturinn að textanum hafa komið úr gömlu Godzilla myndunum. „Ég fann einhverja tengingu þar og fann til með þessu risa skrímsli á skjánum. Þrátt fyrir að Godzilla rústi öllu í kringum sig fannst mér eins og það ætli sér ekki að vera vont og vilji einfaldlega fá að tilheyra þessum heimi.“ Hún segir lagið því fjalla um það að upplifa sjálfan sig eins og skrímsli og þá tilfinningu að eiga einhvern að þegar maður hefur sett allt á hvolf. View this post on Instagram A post shared by NaNNa (@nannabh) Lagið var tekið upp í húsi Nönnu í sveitinni. Þar ríkir mikil kyrrð sem veitir Nönnu mikinn innblástur. „Ég, Bjarni Þór Jensson og Ragnar Þórhallsson settum upp pop-up stúdíó og eyddum þarna tíma saman í sveitinni. Markmiðið var að fanga hlýjuna og værðina og gleyma sér ekki um of í leit að fullkomnun,” segir Nanna. Þóra Hilmarsdóttir leikstýrði tónlistarmyndbandinu við lagið sem var tekið upp í lok sumars. Myndbandið endurspeglar texta lagsins og fangar á næman hátt þá ljúfsáru tilfinningu að aftengjast hversdagsleikanum á fjölförnum stöðum. Nanna Bryndís verður fyrsti viðmælandi í nýrri þáttaröð af Tónlistarmönnunum okkar sem hefja göngu sína á sunnudaginn.
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira