Miklu hættulegra að vera heima í sófanum en að fara í sjósund Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 22:31 Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og fyrirtækjaeigandi, segir sjósund holla og góða hreyfingu. Fólk verði þó að hlusta vel á líkamann enda sé allt gott í hófi. Vísir Slysa- og bráðalæknir telur miklu hættulegra að hanga heima í sófanum í staðinn fyrir að fara út og hreyfa sig, til dæmis með því að skella sér í sjósund. Konum á miðjum aldri var ráðlagt að sleppa því að synda í köldu vatni í vikunni. Breska blaðið Telegraph fjallaði nýlega um að miðaldra konur þyrftu að sýna ýtrustu varúð við sund í köldu vatni. Rætt var við konu á sextugsaldri sem hlotið hafði alvarleg lungnaveikindi eftir slíkar æfingar. Sú var í góðu formi, þaulvön sjósundi og hafði reglulega keppt í þríþraut. Telegraph vísaði í grein í tímaritinu BMJ Case Reports, þar sem fram kemur að tiltekin tegund lungnabjúgs geti komið upp við sund. Samkvæmt greininni eru meiri líkur á veikindunum þegar synt er af ákefð og þá sérstaklega í köldu vatni. Keyrir streitukerfið upp Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og fyrirtækjaeigandi, ræddi málið við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segist reglulega dýfa sér í kaldan sjó og lætur vel af. Kristín segir slíka hreyfingu af hinu góða en hins vegar verði ávallt að hlusta á líkamann. „Þetta keyrir streitukerfið svolítið upp fyrst og svo hjálpar fólki að fara í endurheimt í kjölfarið. Í endurheimt er svo mikið gróandi, ónæmiskerfið er virkt og mikil vellíðan og alls konar sem gerist í endurheimtinni. En það er þannig í lífinu að ef við reynum aldrei á kerfin okkar […] Þá erum við náttúrulega ekki að ræsa þessi kerfi okkar, eða efla kerfin okkar. Þannig að hæfileg ræsing, hæfileg streita, hæfilegt álag er mjög hollt fyrir okkur – og lífsnauðsynlegt.“ „Við þurfum að ræsa kerfin okkar“ Kristín leggur áherslu á að fólk eigi sjálfsögðu ekki að ofgera sér. Allt sé gott í hófi og fólk eigi að hlusta á líkamann. Hún segir að greinin, sem fjallað hefur verið um, benda til þess að um eitt einstakt tilfelli hafi verið að ræða. Skoða verði hlutina í heild enda geti utanaðkomandi þættir, til að mynda heilsa einstaklingsins, skipt máli. Taka þurfi slíkum hlutum með fyrirvara. „Ég tel að það sé miklu hættulegra að vera heima í sófanum heldur en að fara út og taka þátt í lífinu og hreyfa sig og vera til, lifa lífinu lifandi. Við þurfum að ræsa kerfin okkar en við eigum að vera í tengslum við okkur sjálf og finna hvernig okkur líður; hvort að þetta er að gera okkur gott eða hvort það er komið nóg.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sund Sjósund Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ermarsundskonur hittust í teboði: „Þetta snýst miklu frekar um hausinn en líkamann“ Sérstakt teboð var haldið var í Laugardal í Reykjavík í dag, þar sem boðsgestirnir voru allar íslenskar konur sem synt hafa yfir Ermarsundið en þær eru tuttugu og þrjár talsins. Konurnar báru saman bækur sínar og fögnuðu því að hafa unnið þetta mikla afrek. 23. október 2022 21:59 „Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 5. september 2022 15:25 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Breska blaðið Telegraph fjallaði nýlega um að miðaldra konur þyrftu að sýna ýtrustu varúð við sund í köldu vatni. Rætt var við konu á sextugsaldri sem hlotið hafði alvarleg lungnaveikindi eftir slíkar æfingar. Sú var í góðu formi, þaulvön sjósundi og hafði reglulega keppt í þríþraut. Telegraph vísaði í grein í tímaritinu BMJ Case Reports, þar sem fram kemur að tiltekin tegund lungnabjúgs geti komið upp við sund. Samkvæmt greininni eru meiri líkur á veikindunum þegar synt er af ákefð og þá sérstaklega í köldu vatni. Keyrir streitukerfið upp Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og fyrirtækjaeigandi, ræddi málið við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segist reglulega dýfa sér í kaldan sjó og lætur vel af. Kristín segir slíka hreyfingu af hinu góða en hins vegar verði ávallt að hlusta á líkamann. „Þetta keyrir streitukerfið svolítið upp fyrst og svo hjálpar fólki að fara í endurheimt í kjölfarið. Í endurheimt er svo mikið gróandi, ónæmiskerfið er virkt og mikil vellíðan og alls konar sem gerist í endurheimtinni. En það er þannig í lífinu að ef við reynum aldrei á kerfin okkar […] Þá erum við náttúrulega ekki að ræsa þessi kerfi okkar, eða efla kerfin okkar. Þannig að hæfileg ræsing, hæfileg streita, hæfilegt álag er mjög hollt fyrir okkur – og lífsnauðsynlegt.“ „Við þurfum að ræsa kerfin okkar“ Kristín leggur áherslu á að fólk eigi sjálfsögðu ekki að ofgera sér. Allt sé gott í hófi og fólk eigi að hlusta á líkamann. Hún segir að greinin, sem fjallað hefur verið um, benda til þess að um eitt einstakt tilfelli hafi verið að ræða. Skoða verði hlutina í heild enda geti utanaðkomandi þættir, til að mynda heilsa einstaklingsins, skipt máli. Taka þurfi slíkum hlutum með fyrirvara. „Ég tel að það sé miklu hættulegra að vera heima í sófanum heldur en að fara út og taka þátt í lífinu og hreyfa sig og vera til, lifa lífinu lifandi. Við þurfum að ræsa kerfin okkar en við eigum að vera í tengslum við okkur sjálf og finna hvernig okkur líður; hvort að þetta er að gera okkur gott eða hvort það er komið nóg.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sund Sjósund Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ermarsundskonur hittust í teboði: „Þetta snýst miklu frekar um hausinn en líkamann“ Sérstakt teboð var haldið var í Laugardal í Reykjavík í dag, þar sem boðsgestirnir voru allar íslenskar konur sem synt hafa yfir Ermarsundið en þær eru tuttugu og þrjár talsins. Konurnar báru saman bækur sínar og fögnuðu því að hafa unnið þetta mikla afrek. 23. október 2022 21:59 „Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 5. september 2022 15:25 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Ermarsundskonur hittust í teboði: „Þetta snýst miklu frekar um hausinn en líkamann“ Sérstakt teboð var haldið var í Laugardal í Reykjavík í dag, þar sem boðsgestirnir voru allar íslenskar konur sem synt hafa yfir Ermarsundið en þær eru tuttugu og þrjár talsins. Konurnar báru saman bækur sínar og fögnuðu því að hafa unnið þetta mikla afrek. 23. október 2022 21:59
„Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 5. september 2022 15:25