Uppruni Íslendinga sé flóknari en áður var talið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 22:30 Gísli segir að skoða þurfi hlutina í samhengi til að fá raunverulega mynd af uppruna Íslendinga. Vísir Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum. Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00