Hressir og skemmtilegir Grundfirðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2023 20:06 Öflug og flott starfsemi fer fram hjá eldri borgurum í Grundarfirði þar sem alltaf er nóg um að vera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Félagar í Félagi eldri borgara í Grundarfirði passa vel upp á hvert annað og njóta þess að koma saman til að eiga góðar stundir og til að fara yfir málefni líðandi stundar, hlæja saman og njóta góðra veitinga. Þá er dansað þegar harmonikuspilari mætir á svæðið. Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað. Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Það er augljóslega gaman að vera eldri borgari í Grundarfirði því þar er alltaf nóg um að vera hjá félagsmönnum, hvort sem það er líkamsrækt eða bara að setjast niður saman og skiptast á skemmtilegum sögu, njóta góðra veitinga og umfram allt að hlæja saman. Félagið er með aðstöðu í Sögumiðstöðinni en í því húsi fer fjölbreytt starfsemi fram. „Við erum svolítið montin af því að þetta er kannski nýja módelið af samkomuhúsi eða samfélagsmiðstöð fyrir fólkið. Hérna getum við komið og hérna getur þú notið þín og það er gott að tengja þetta við bókasafnið og ljósmyndasafnið og síðan er hérna í undirbúningi sögusafn, sem að hafði þetta hús að hluta til meira áður en við erum að breyta þessum áherslum svolítið,“ segir Ingi Hans Jónsson, félagi í eldri borgara félaginu í Grundarfirði Ingi Hans Jónsson, sem segir að lífið eigi að vera skemmtilegt, hitt sé leiðinlegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgara félagið átti 30 ára afmæli á síðasta ári og var haldið veglega upp á það, m.a. með ferð til Færeyja. „Þessi félagsskapur er mjög virkur, þú sérð alla þetta vitleysinga hérna. Við höfum svolítið gaman af því að hittast og við gerum helling saman. Við erum svo lánsöm að eiga gott samstarf, bæði við bæjarfélagið með að hafa þessa aðstöðu hérna. Bæjarfélagið vill reyna að láta okkur tóra, sem lengst og þess vegna er þessi samvinna bæjarfélagsins og stúlknanna upp í líkamsrækt og þær eru náttúrulega frábærar,“ segir Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir en hún er líka í félaginu í Grundarfirði. „Þetta er bara skemmtilegt og léttleikinn svífur yfir vötnum,“ bætir Hjördís við. En er gott að vera eldri borgari í Grundarfirði? „Ég veit það ekki, ég er ekki orðinn svo gamall, ég er bara ný fermdur, jú, ég hugsa að það sé bara gaman“, segir Ingi Hans hlægjandi. „Það er alltaf gaman, það er nefnilega þannig, lífið á að vera skemmtilegt, hitt er svo leiðinlegt,“ bætir Ingi Hans við og heldur áfram að hlægja. Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir segir að léttleikinn svífi yfir vötnum hjá eldri borgurum í Grundarfirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og stundum er gripið í harmonikku og þá er líka dansað.
Grundarfjörður Eldri borgarar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira