Ásbjörn Friðriksson endaði í 5. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. grafík/hjalti FH hefur búið til marga stórkostlega handboltamenn í gegnum tíðina. Aron Pálmarsson, Geir Hallsteinsson, Kristján Arason, Loga Geirsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Ólaf Guðmundsson og svo mætti áfram telja. En sá sem hefur gert mest fyrir FH síðustu þrjátíu árin eða svo er Akureyringur. Það fór kannski ekki mikið fyrir því þegar Ásbjörn Friðriksson kom til FH frá Akureyri sumarið 2008, enda aðeins tvítugur að aldri og rétt búinn að fá nasaþefinn af efstu deild. En þvílíkur happafengur fyrir Fimleikafélagið. Ásbjörn hefur stýrt sóknarleik FH undanfarin fimmtán ár.vísir/bára Ásbjörn hefur leikið með FH frá 2008, ef frá er talið tímabilið 2011-12 er hann spilaði í Svíþjóð. Þetta eru fjórtán tímabil hjá FH og fjórtán frábær tímabil. FH hefur verið í og við og toppinn á þessum tíma og Ásbjörn er ein stærsta ástæða þess. Auk þess að vera leikmaður og stundum aðstoðarþjálfari er Ásbjörn líka eins og gæðastjóri í Kaplakrika. Á hans vakt líðst engin meðalmennska og ráin er alltaf ákveðið há. Alla stóru titlana sem FH hefur unnið frá 1994 hefur liðið unnið með Ásbjörn sem besta mann. Ásbjörn hefur skorað rúmlega fimmtán hundruð mörk í efstu deild á Íslandi.vísir/vilhelm Þrátt fyrir að vera með Ólaf Guðmundsson og Gústavsson, Baldvin Þorsteinsson og fleiri mikla kappa var Ásbjörn besti maður FH þegar liðið batt endi á nítján ára bið eftir Íslandsmeistaratitli 2011. Hann var markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar og úrslitanna og stýrði sóknarleik FH-inga af stakri snilld. FH vann svo tvo stóra titla á árunum 2017-19 og komst auk þess tvisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar hefðu eflaust viljað hafa aðeins meira upp úr krafsinu á þessum tíma en liðin 2017 og 2018 voru fáránlega sterk. En herslumuninn vantaði í úrslitunum gegn Val og ÍBV. Þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gefur Ásbjörn lítið eftir. Hann er enn sami gæðastjórinn og sóknarseníið og hann hefur alltaf verið. Ásbjörn hefur skorað yfir fimmtán hundruð mörk í efstu deild og er einn markahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Stóru titlarnir með FH eru þrír og Ásbjörn hugsar sér eflaust gott til glóðarinnar að bæta við þann fjölda þegar Aron kemur heim í Hafnarfjörðinn í sumar. Ásbjörn verið í algjörum sérflokki í deildinni á Íslandi. Var strax ljóst að þar færi maður sem ætti eftir að ná langt. Fór til Svíþjóðar sem gekk ekki sem skildi og í raun algjör synd að Ásbjörn hafi ekki fengið tækifæri til að leika í Danmörku eða Þýskalandi. Hann hafði styrkinn til þess. Gaupi En einn eða tveir titlar til eða frá breyta því ekki að Ásbjörn er einn albesti leikmaður í sögu FH og sögu efstu deildar. Olís-deild karla 50 bestu Tengdar fréttir Fimmtíu bestu: Íslenski Charles Barkley nema með titla Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 13. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01 Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00 Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn
grafík/hjalti FH hefur búið til marga stórkostlega handboltamenn í gegnum tíðina. Aron Pálmarsson, Geir Hallsteinsson, Kristján Arason, Loga Geirsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Ólaf Guðmundsson og svo mætti áfram telja. En sá sem hefur gert mest fyrir FH síðustu þrjátíu árin eða svo er Akureyringur. Það fór kannski ekki mikið fyrir því þegar Ásbjörn Friðriksson kom til FH frá Akureyri sumarið 2008, enda aðeins tvítugur að aldri og rétt búinn að fá nasaþefinn af efstu deild. En þvílíkur happafengur fyrir Fimleikafélagið. Ásbjörn hefur stýrt sóknarleik FH undanfarin fimmtán ár.vísir/bára Ásbjörn hefur leikið með FH frá 2008, ef frá er talið tímabilið 2011-12 er hann spilaði í Svíþjóð. Þetta eru fjórtán tímabil hjá FH og fjórtán frábær tímabil. FH hefur verið í og við og toppinn á þessum tíma og Ásbjörn er ein stærsta ástæða þess. Auk þess að vera leikmaður og stundum aðstoðarþjálfari er Ásbjörn líka eins og gæðastjóri í Kaplakrika. Á hans vakt líðst engin meðalmennska og ráin er alltaf ákveðið há. Alla stóru titlana sem FH hefur unnið frá 1994 hefur liðið unnið með Ásbjörn sem besta mann. Ásbjörn hefur skorað rúmlega fimmtán hundruð mörk í efstu deild á Íslandi.vísir/vilhelm Þrátt fyrir að vera með Ólaf Guðmundsson og Gústavsson, Baldvin Þorsteinsson og fleiri mikla kappa var Ásbjörn besti maður FH þegar liðið batt endi á nítján ára bið eftir Íslandsmeistaratitli 2011. Hann var markahæsti leikmaður úrslitakeppninnar og úrslitanna og stýrði sóknarleik FH-inga af stakri snilld. FH vann svo tvo stóra titla á árunum 2017-19 og komst auk þess tvisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar hefðu eflaust viljað hafa aðeins meira upp úr krafsinu á þessum tíma en liðin 2017 og 2018 voru fáránlega sterk. En herslumuninn vantaði í úrslitunum gegn Val og ÍBV. Þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gefur Ásbjörn lítið eftir. Hann er enn sami gæðastjórinn og sóknarseníið og hann hefur alltaf verið. Ásbjörn hefur skorað yfir fimmtán hundruð mörk í efstu deild og er einn markahæsti leikmaður hennar frá upphafi. Stóru titlarnir með FH eru þrír og Ásbjörn hugsar sér eflaust gott til glóðarinnar að bæta við þann fjölda þegar Aron kemur heim í Hafnarfjörðinn í sumar. Ásbjörn verið í algjörum sérflokki í deildinni á Íslandi. Var strax ljóst að þar færi maður sem ætti eftir að ná langt. Fór til Svíþjóðar sem gekk ekki sem skildi og í raun algjör synd að Ásbjörn hafi ekki fengið tækifæri til að leika í Danmörku eða Þýskalandi. Hann hafði styrkinn til þess. Gaupi En einn eða tveir titlar til eða frá breyta því ekki að Ásbjörn er einn albesti leikmaður í sögu FH og sögu efstu deildar.
Fimmtíu bestu: Íslenski Charles Barkley nema með titla Jóhann Gunnar Einarsson endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 13. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Heimakletturinn og bakarinn úr Digranesinu Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 10. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Herra Haukar og skarðið sem hefur ekki verið fyllt Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 9. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Kraftaverkið í Barcelona og menn sem stimpluðu sig út með stæl Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 8. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Sóknaröfl, stolt Akureyrar og Kópavogs og einn sá sigursælasti Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 20.-16. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 7. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Örvhentar markavélar, Bombruk og þrjú M Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 6. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Síðasta púslið, markamaskína úr Breiðholtinu og Robert Horry handboltans Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 30.-26. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 3. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Hetja úrslitanna 2002, Valdi Gríms 2.0 og þeir sem tóku frægustu vítaköstin Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 35.-31. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 2. febrúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Gleðigjafinn, veröld sársaukans og kjarnorkuverið úr Krikanum Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 40.-36. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 1. febrúar 2023 10:01
Fimmtíu bestu: Markavél úr Eyjum, Bjarki Sig 2.0 og liðsauki frá Litáen Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 45.-41. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 31. janúar 2023 10:00
Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld. 30. janúar 2023 10:01