Ómar hirtur af úrskurðarnefnd: „Gegndarlaus og marklaus vitleysa“ Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2023 15:01 Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem um ræðir í TikTokmálinu. Getty/Aðsend Ómar R. Valdimarsson er lögmaðurinn sem var á dögunum hirtur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir að krefja konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar á TikTok. Ómar segir úrskurðinn til marks um að nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. Vísir greindi frá því í morgun að ónefndur lögmaður hefði fengið skammir í hattinn vegna máls sem varðaði ásakanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlinum TikTok. Ómar R. Valdimarsson setti sig skömmu síðar í samband við Vísi og steig fram sem umræddur lögmaður. Í yfirlýsingu hans segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sé gengdar laus og marklaus vitleysa, sem gefi til nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. „Aðfinnslur nefndarinnar byggja á því, að sá tími sem konan fékk til þess að bregðast við hafi verið of skammur, eða tveir sólarhringar, þar sem dagarnir tveir féllu utan almenns opnunartíma lögmannsstofa. Þessi nálgun hefði kannski átt við þegar sveitasíminn var og hét. Í dag eru boðleiðir endalausar og það að ekki sé hægt að ná í lögmann eftir kl 16:00 á föstudegi er þvæla sem ekki er hægt að taka alvarlega,“ segir Ómar. Hafi orðið að bregðast skjótt við Ómar segir að í umræddu máli hafi skipt miklu máli að bregðast snarlega við, til þess að takmarka skaðann sem ávirðingar konunnar ollu umbjóðanda hans. „Alvarleika ummælanna verður einnig að vega á móti frestinum sem konan fékk, enda ljóst að netníð og árásir á vefnum ganga manna á millum á ljóshraða,“ segir Ómar. Íhugar að fara með niðurstöðuna fyrir dómstóla Þá segir Ómar það umhugsunarefni hvort hann geti látið úrskurð nefndarinnar, sem hann kallar steypu, standa óhaggaðan. „Það er ansi margt óskiljanlegt sem kemur úr þeim fílabeinsturni. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að láta reyna á ógildingu bullsins fyrir dómi,“ segir hann að lokum. Lögmennska Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að ónefndur lögmaður hefði fengið skammir í hattinn vegna máls sem varðaði ásakanir um kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlinum TikTok. Ómar R. Valdimarsson setti sig skömmu síðar í samband við Vísi og steig fram sem umræddur lögmaður. Í yfirlýsingu hans segir að niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sé gengdar laus og marklaus vitleysa, sem gefi til nefndarmenn skorti tengsl við raunveruleikann. „Aðfinnslur nefndarinnar byggja á því, að sá tími sem konan fékk til þess að bregðast við hafi verið of skammur, eða tveir sólarhringar, þar sem dagarnir tveir féllu utan almenns opnunartíma lögmannsstofa. Þessi nálgun hefði kannski átt við þegar sveitasíminn var og hét. Í dag eru boðleiðir endalausar og það að ekki sé hægt að ná í lögmann eftir kl 16:00 á föstudegi er þvæla sem ekki er hægt að taka alvarlega,“ segir Ómar. Hafi orðið að bregðast skjótt við Ómar segir að í umræddu máli hafi skipt miklu máli að bregðast snarlega við, til þess að takmarka skaðann sem ávirðingar konunnar ollu umbjóðanda hans. „Alvarleika ummælanna verður einnig að vega á móti frestinum sem konan fékk, enda ljóst að netníð og árásir á vefnum ganga manna á millum á ljóshraða,“ segir Ómar. Íhugar að fara með niðurstöðuna fyrir dómstóla Þá segir Ómar það umhugsunarefni hvort hann geti látið úrskurð nefndarinnar, sem hann kallar steypu, standa óhaggaðan. „Það er ansi margt óskiljanlegt sem kemur úr þeim fílabeinsturni. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að láta reyna á ógildingu bullsins fyrir dómi,“ segir hann að lokum.
Lögmennska Samfélagsmiðlar Stéttarfélög Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira