Segir ummæli Skúla undarleg og fyrirslátt Árni Sæberg skrifar 22. janúar 2023 16:56 Eva gefur lítið fyrir yfirlýsingu Skúla Tómasar. Vísir Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann. Eva Hauksdóttir lögmaður er dóttir konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar. Hún og fjölskylda hennar hefur verið mjög gagnrýnin á störf hans síðan móðir hennar lést. Í skoðanagrein hér á Vísi fjallar Eva um málið í tilefni af því að Skúli Tómas tjáði sig loks opinberlega um málið á dögunum. Hann sagði meðal annars að umfjöllun um málið hafi verið afar villandi og hreinlega röng og að niðurstaða dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Fólkið hafi eðli málsins samkvæmt látist af náttúrulegum orsökum Eva segist aðeins hafa séð matsgerðir sem varða móður hennar og að þær séu í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. „Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir,“ segir Eva. Staðan sé einfaldlega eftirfarandi: Óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telji að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telji að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð og dómkvaddir matsmenn hafi í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. „Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi,“ segir Eva. Segir Skúla vel geta tjáð sig Eva segir rétt hjá Skúla Tómasi að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi verið einhliða, enda neiti hann að tjá sig um það. Hann beri fyrir sig þagnarskyldu, sem hann haldi fram að að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. „Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra,“ segir hún. Skúli geti að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann geti útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert og margt fleira. „Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann,“ segir Eva að lokum. Grein Evu má lesa í heild sinni hér að neðan: Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Undrandi á yfirlýsingu Skúla Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. 21. janúar 2023 20:59 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. 19. janúar 2023 20:01 „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Eva Hauksdóttir lögmaður er dóttir konu sem lést í umsjá Skúla Tómasar. Hún og fjölskylda hennar hefur verið mjög gagnrýnin á störf hans síðan móðir hennar lést. Í skoðanagrein hér á Vísi fjallar Eva um málið í tilefni af því að Skúli Tómas tjáði sig loks opinberlega um málið á dögunum. Hann sagði meðal annars að umfjöllun um málið hafi verið afar villandi og hreinlega röng og að niðurstaða dómkvaddra matsmanna á einn veg; allir sjúklingarnir hafi látist af náttúrulegum orsökum. Fólkið hafi eðli málsins samkvæmt látist af náttúrulegum orsökum Eva segist aðeins hafa séð matsgerðir sem varða móður hennar og að þær séu í fullu samræmi við mat annarra sérfræðinga. „Samkvæmt matsgerð sem varðar hjúkrun var reglum fylgt við umönnun en samkvæmt matsgerð sem varðar læknisfræðilega meðferð, sem Skúli bar ábyrgð á, sætti móðir mín lífslokameðferð sem ekki voru forsendur fyrir,“ segir Eva. Staðan sé einfaldlega eftirfarandi: Óháður sérfræðingur sem vann álitsgerð fyrir embætti landlæknis telji að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð, sérfræðingar embættis landlæknis telji að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð og dómkvaddir matsmenn hafi í tvígang komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið forsendur fyrir lífslokameðferð. „Þá er undarleg sú staðhæfing Skúla að sjúklingar hans hafi látist af náttúrulegum orsökum því eðli máls samkvæmt deyr fólk af náttúrulegum orsökum ef það er sett á lífslokameðferð. Þess vegna á ekki að beita lífslokameðferð fyrr en sjúklingurinn er sannarlega deyjandi,“ segir Eva. Segir Skúla vel geta tjáð sig Eva segir rétt hjá Skúla Tómasi að umfjöllun fjölmiðla um málið hafi verið einhliða, enda neiti hann að tjá sig um það. Hann beri fyrir sig þagnarskyldu, sem hann haldi fram að að geri sér ómögulegt að tjá sig um málið. „Það er fyrirsláttur. Þagnarskyldan varðar sjúklinga - ekki verklag á heilbrigðisstofnunum. Skúli getur ekki rætt sjúkdóma eða önnur persónuleg mál sjúklinga en málið snýst ekki um heilsufar þeirra sem hann er talinn hafa brotið gegn, heldur um það hvernig staðið var að meðferð þeirra,“ segir hún. Skúli geti að sjálfsögðu lýst því hvernig almennt var staðið að lífslokameðferð undir hans stjórn á HSS. Hann geti útskýrt hvernig ákvörðun um lífslokameðferð var tekin, hvaða forsendur lágu ákvörðun til grundvallar, hvernig skráningu var háttað, hvort samráð var haft við annað starfsfólk og hvernig brugðist var við ef annað starfsfólk en ábyrgur læknir taldi eitthvað athugavert og margt fleira. „Allt þetta getur Skúli tjáð sig um opinberlega án þess að brjóta trúnað við nokkurn mann. Heiðarleg svör yrðu mjög upplýsandi fyrir almenning. Nú þegar Skúli er loks tilbúinn að tjá sig væri upplagt að blaðamenn gengju eftir svörum um þessi atriði. Vonandi veitir Skúli viðtal og vonandi verður hann þá kominn í betra samband við raunveruleikann,“ segir Eva að lokum. Grein Evu má lesa í heild sinni hér að neðan:
Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Undrandi á yfirlýsingu Skúla Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. 21. janúar 2023 20:59 Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34 Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. 19. janúar 2023 20:01 „Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43 Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Undrandi á yfirlýsingu Skúla Sara Pálsdóttir, lögmaður og réttargæslumaður fjölskyldu konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir að matsgerð staðfesti að konan hafi verið sett í tilefnislausa lífslokameðferð. 21. janúar 2023 20:59
Páll og fleiri læknar taka upp hanskann fyrir Skúla Tómas Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans veltir því upp í stuðningsyfirlýsingu við Skúla Tómas Gunnlaugsson hjartalækni hvort það sé aflagt að fólk sé saklaust uns sekt sé sönnuð. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í málinu. Páll og Skúli Tómas eru samkvæmt upplýsingum fréttastofu miklir vinir, hluti af nánum vinahóp og voru samferða í gegnum læknanámið hér á landi á sínum tíma. 19. janúar 2023 13:34
Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. 19. janúar 2023 20:01
„Það var logið upp í opið geðið á okkur“ Aðstandandi konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum segir að það sé vanvirðing við fjölskylduna, starfsfólk á Landspítalanum og þau sem leita sér aðstoðar á spítalanum að umræddur læknir, Skúli Tómas Gunnlaugsson, skuli enn á ný vera kominn til starfa á Landspítalanum. 19. janúar 2023 09:43
Skúli Tómas kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum Læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum. Læknirinn starfar þó ekki með sjúklingum. 18. janúar 2023 18:05