Á fjórða tug fjár brann inni í miklum eldsvoða í Ásahreppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2023 16:12 Fjörutíu slökkviliðsmenn sinntu verkefninu. Leifur slökkviliðsstjóri þakkar Brunavörnum Árnessýslu kærlega fyrir veitta aðstoð. Bóndi á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu syrgir 35 kindur sem brunnu inni í fjárhúsi í gærkvöldi. Fjölmennt lið slökkviliðs sinnti útkallinu. Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu, segir í samtali við Vísi að um fjörutíu slökkviliðsmenn hafi komið að eldsvoðanum. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Leifur. Mbl.is greindi fyrst frá eldsvoðanum. Guðjón Björnsson, bóndi á Syðri-Hömrum 2, átti 35 kindur sem allar brunnu inni. Hann segir hafa verið ömurlegt að horfa upp á féð og rollurnar verða eldinum að bráð. „Þetta var svakalegur bruni,“ segir Guðjón. Um er að ræða útihúsasamstæðu hjá nágrönnum hans á Syðri-Hömrum. Guðjón segir eiginkonu sína hafa komið á vettvang á undan honum. Þau hafi leigt húsnæði hjá þeim fyrir kindurnar sínar. „Þær brunnu allar inni og rúlluvél frá okkur líka.“ Líkast til einhver straumur á dráttarvél Í útihúsasamstæðunni var að finna frekar nýlegt fjárhús, hlöðu og svo eldra fjárhús þar sem kindur Guðjóns og konu hans var að finna. Guðjón telur líklegast að kviknað hafi í út frá dráttarvél sem var inni í hlöðunni. Einhver straumur hafi líkast til verið á og vírar nuddast saman. Leifur slökkviliðsstjóri vildi ekki tjá sig sérstaklega um eina kenningu frekar en aðra hvað varðaði eldsupptöku. Guðjón segir eiginkonu sína hafa opnað fjárhúsið um leið og hún kom á svæðið. Þá var enn aðeins eldur í hlöðunni sem tengir fjárhúsin. Kindurnar hafi neitað að koma út. Hann vonar að rollurnar hafi liðið út af vegna reykeitrunar áður en eldurinn náði til þeirra. Vísar Guðjón til samtals við slökkviliðsstjórann sem hafi tjáð honum að dýrin séu viðkvæmari en mannfólkið fyrir reyk. „Þau líða út af. Maður vonar að það hafi gerst áður en þær brunnu.“ Guðjón og frú eru með fimmtíu kýr og róbóta á bæ sínum. Þangað barst reykurinn inn í fjós en slökkviliðsmenn náðu að ræsa út reykinn. „Maður hélt að það færi allt,“ segir Guðjón, ósofinn og að reyna að ná áttum eftir eldsvoðann í gærkvöldi. Lítið vatn á svæðinu Leifur slökkviliðsstjóri segir útkallið hafa borist 20:55 og slökkvistarf staðið til klukkan hálf tvö um nóttina. Í framhaldinu hafi lögreglumaður vaktað svæðið og hring um þrjúleytið eftir aðstoð þar sem hann merkti aukningu í reyk. Þá hafi Leifur farið við annan slökkviliðsmann og slökkt í glæðum. Mikill eldsmatur var í húsunum sem útskýrir hvers vegna eldurinn logaði svo glatt þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkviliðið á Hellu er aðeins í nítján kílómetra fjarlægð frá Syðri-Hömrum. Alls fóru 111 þúsund lítrar í slökkvistarfið. Fara þurfti aftur á Hellu eftir meira vatni en erfitt er að nálgast vatn í nágrenni Syðri-Hamra. Lítið er um brunna og erfitt að sækja vatn í ár. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu aðstoðaði við slökkvistarf og kann Leifur þeim bestu þakkir fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Rangárþing ytra Slökkvilið Ásahreppur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu, segir í samtali við Vísi að um fjörutíu slökkviliðsmenn hafi komið að eldsvoðanum. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Leifur. Mbl.is greindi fyrst frá eldsvoðanum. Guðjón Björnsson, bóndi á Syðri-Hömrum 2, átti 35 kindur sem allar brunnu inni. Hann segir hafa verið ömurlegt að horfa upp á féð og rollurnar verða eldinum að bráð. „Þetta var svakalegur bruni,“ segir Guðjón. Um er að ræða útihúsasamstæðu hjá nágrönnum hans á Syðri-Hömrum. Guðjón segir eiginkonu sína hafa komið á vettvang á undan honum. Þau hafi leigt húsnæði hjá þeim fyrir kindurnar sínar. „Þær brunnu allar inni og rúlluvél frá okkur líka.“ Líkast til einhver straumur á dráttarvél Í útihúsasamstæðunni var að finna frekar nýlegt fjárhús, hlöðu og svo eldra fjárhús þar sem kindur Guðjóns og konu hans var að finna. Guðjón telur líklegast að kviknað hafi í út frá dráttarvél sem var inni í hlöðunni. Einhver straumur hafi líkast til verið á og vírar nuddast saman. Leifur slökkviliðsstjóri vildi ekki tjá sig sérstaklega um eina kenningu frekar en aðra hvað varðaði eldsupptöku. Guðjón segir eiginkonu sína hafa opnað fjárhúsið um leið og hún kom á svæðið. Þá var enn aðeins eldur í hlöðunni sem tengir fjárhúsin. Kindurnar hafi neitað að koma út. Hann vonar að rollurnar hafi liðið út af vegna reykeitrunar áður en eldurinn náði til þeirra. Vísar Guðjón til samtals við slökkviliðsstjórann sem hafi tjáð honum að dýrin séu viðkvæmari en mannfólkið fyrir reyk. „Þau líða út af. Maður vonar að það hafi gerst áður en þær brunnu.“ Guðjón og frú eru með fimmtíu kýr og róbóta á bæ sínum. Þangað barst reykurinn inn í fjós en slökkviliðsmenn náðu að ræsa út reykinn. „Maður hélt að það færi allt,“ segir Guðjón, ósofinn og að reyna að ná áttum eftir eldsvoðann í gærkvöldi. Lítið vatn á svæðinu Leifur slökkviliðsstjóri segir útkallið hafa borist 20:55 og slökkvistarf staðið til klukkan hálf tvö um nóttina. Í framhaldinu hafi lögreglumaður vaktað svæðið og hring um þrjúleytið eftir aðstoð þar sem hann merkti aukningu í reyk. Þá hafi Leifur farið við annan slökkviliðsmann og slökkt í glæðum. Mikill eldsmatur var í húsunum sem útskýrir hvers vegna eldurinn logaði svo glatt þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkviliðið á Hellu er aðeins í nítján kílómetra fjarlægð frá Syðri-Hömrum. Alls fóru 111 þúsund lítrar í slökkvistarfið. Fara þurfti aftur á Hellu eftir meira vatni en erfitt er að nálgast vatn í nágrenni Syðri-Hamra. Lítið er um brunna og erfitt að sækja vatn í ár. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu aðstoðaði við slökkvistarf og kann Leifur þeim bestu þakkir fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing ytra Slökkvilið Ásahreppur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira