Íslenskt símanúmer spilaði lykilþátt í hvarfi 14 ára spænskrar stúlku Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. janúar 2023 21:10 Spænska lögreglan hafði samband við ríkislögreglustjóra vegna íslensks símanúmer sem kom upp við rannsókn málsins. Getty Óskað var eftir aðstoð íslenskra lögregluyfirvalda í tengslum við hvarf 14 ára unglingsstúlku í Almería á Spáni í síðustu viku. Stúlkan fannst eftir að hafa verið týnd í fjóra daga og var í fylgd með 19 ára konu sem grunuð er um að hafa ætlað að fara með stúlkuna úr landi. Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Fjölmargir spænskir héraðsfréttamiðlar hafa greint frá málinu, þar á meðal Ondacero, Viva Cádiz,Diario Sur og Almería 360. Málið er sagt hafa vakið mikinn óhug í samfélaginu. Fram kemur að konan, sem sögð er vera pólsk, og stúlkan hafi kynnst í gegnum tölvuleik á netinu fyrir rúmu ári. Stúlkan er búsett í smábænum Berja í Almería-héraði. Síðdegis þann 16. janúar síðastliðinn hafði móðir stúlkunnar samband við lögreglu, eftir að skólayfirvöld tilkynntu henni að dóttir hennar hefði ekki mætt í skólann um morguninn. Rætt var við skólafélaga stúlkunnar sem sögðust halda að hún væri með „erlendri konu sem hún þekkti af netinu,“ þó svo að enginn gæti gefið nánari upplýsingar. Fundust á hóteli Við leit lögreglu í herbergi stúlkunnar fannst kveðjubréf sem hún hafði skrifað til fjölskyldu sinnar sem og tölvugögn sem sögð eru hafa haft „afgerandi áhrif“ á rannsókn málsins. Í kjölfarið var haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og sett af stað aðgerð undir nafninu „KATLA.“ Um var að ræða samstarf á milli herlögreglunnar í Almería (Guardia Civil) og Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra á Íslandi. Fram kemur í spænskum fjölmiðlum að á „grundvelli alþjóðlegs lögreglusamstarfs við íslensk yfirvöld“ hafi ný gögn verið staðfest og lögð fram. Staðfestu þau gögn að hin 19 ára kona sem grunuð var um að tengjast hvarfi stúlkunnar hefði flogið út til Spánar og farið til Berja í þeim tilgangi að hitta stúlkuna og sannfæra hana um að koma með sér til Póllands. Þann 20. janúar síðastliðinn fann herlögreglan stúlkuna ásamt konunni á hótelherbergi í Malaga. Fram kemur að stúlkan hafi verið „í góðu ástandi.“ Konan var handtekin og stúlkan var flutt heim til fjölskyldu sinnar. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að „aðgerðir lögreglu, ásamt samstilltum aðgerðum og vernd réttarríkisins hafi gert ólögráða barni kleift að sameinast fjölskyldu sinni á ný og komið í veg fyrir að hún yrði numin úr landi.“ Konan sem var handtekin í tengslum við aðgerðina hefur verið kærð fyrir kynferðisbrot og fyrir að tæla barn. Á forræði spænskra yfirvalda Í skriflegu svari til Vísis segir Guðbrandur Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra hafi borist beiðni frá Spáni varðandi rétthafa á hugsanlegu íslensku símanúmeri. „Þeirri beiðni var svarað og afgreidd hjá Alþjóðadeild. Engin frekari beiðni um aðstoð hefur borist og er rannsókn málsins á forræði spænskra yfirvalda.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira