Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2023 21:00 Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. „Síðastliðinn fimmtudag erum við að keyra undir brúna á Miklubrautinni þegar það kemur stór klakaklumpur og lendir ofan á bílnum hjá okkur. Stórskemmdir á bílnum og við í miklu sjokki. Við stoppum utan í vegkanti og sjáum að bíllinn er mikið ónýtur og þetta var mikið sjokk,“ segir Arnór Snær Arnarson. Þau hringdu samstundis í lögreglu og tilkynntu atvikið svo hún væri meðvituð um ástandið og hættuna. „Nei við meiddumst ekki en þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Halldóra Fanney Ágústsdóttir. Hvað haldiði að þetta hafi verið þungur biti? „Örugglega í kringum þrjátíu kíló. Þetta var mjög stór klaki,“ segir Arnór. Bíllinn er mikið skemmdur.arnar halldórsson Þau hafa engin svör fengið um orsök slyssins en halda að snjóruðningsbíll hafi verið að moka frá niðurföllum og ýtt klaka út á ystu nöf brúarinnar, enda átti atvikið sér stað daginn fyrir asahlákuna miklu þegar borgin stóð í ströngu. „Líklegast hefur einhver ruðningsbíll eða klaki runnið af vörubíl og beint niður á bílinn hjá okkur. Við heyrum svo í reykjavíkurborg og sendum tjónaskýrslu og fáum svör að þau geti ekkert gert því verktakar á þeirra vegum hafi ekki verið að keyra þarna samkvæmt þeim og við vitum ekkert meira.“ Risa klakaklumpur endaði á bílnum mínum af brúnni á Miklubraut, líklegast eftir að bíll hefur verið að ryðja klaka eða hrunið af vörubíl. Hefði endað ansi illa hefði klakinn endað á rúðunni eða á toppnum á bílnum. RVKborg getur samt ekkert gert🤡 pic.twitter.com/FHahaSbSQL— Arnór Snær (@Arnorsnaer99) January 23, 2023 Hvað segir tryggingafélagið? „Þau segjast ekkert getað gert og líklegt að krakkar hafi hent klökum niður en maður veit ekkert hvað hefur gerst.“ Nei og ekki öll börn sem valda þrjátíu kílóa klaka. Þau segjast ósátt með svör Reykjavíkurborgar en eins og staðan er núna þurfa þau að borga skemmdirnar úr eigin vasa. „Þetta er mjög leiðinlegt og mikið óhapp og maður hefði viljað fá þetta bætt. Þetta er ekkert okkur að kenna, maður er bara að keyra þarna. Þetta er ömurlegt.“ Veður Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Síðastliðinn fimmtudag erum við að keyra undir brúna á Miklubrautinni þegar það kemur stór klakaklumpur og lendir ofan á bílnum hjá okkur. Stórskemmdir á bílnum og við í miklu sjokki. Við stoppum utan í vegkanti og sjáum að bíllinn er mikið ónýtur og þetta var mikið sjokk,“ segir Arnór Snær Arnarson. Þau hringdu samstundis í lögreglu og tilkynntu atvikið svo hún væri meðvituð um ástandið og hættuna. „Nei við meiddumst ekki en þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Halldóra Fanney Ágústsdóttir. Hvað haldiði að þetta hafi verið þungur biti? „Örugglega í kringum þrjátíu kíló. Þetta var mjög stór klaki,“ segir Arnór. Bíllinn er mikið skemmdur.arnar halldórsson Þau hafa engin svör fengið um orsök slyssins en halda að snjóruðningsbíll hafi verið að moka frá niðurföllum og ýtt klaka út á ystu nöf brúarinnar, enda átti atvikið sér stað daginn fyrir asahlákuna miklu þegar borgin stóð í ströngu. „Líklegast hefur einhver ruðningsbíll eða klaki runnið af vörubíl og beint niður á bílinn hjá okkur. Við heyrum svo í reykjavíkurborg og sendum tjónaskýrslu og fáum svör að þau geti ekkert gert því verktakar á þeirra vegum hafi ekki verið að keyra þarna samkvæmt þeim og við vitum ekkert meira.“ Risa klakaklumpur endaði á bílnum mínum af brúnni á Miklubraut, líklegast eftir að bíll hefur verið að ryðja klaka eða hrunið af vörubíl. Hefði endað ansi illa hefði klakinn endað á rúðunni eða á toppnum á bílnum. RVKborg getur samt ekkert gert🤡 pic.twitter.com/FHahaSbSQL— Arnór Snær (@Arnorsnaer99) January 23, 2023 Hvað segir tryggingafélagið? „Þau segjast ekkert getað gert og líklegt að krakkar hafi hent klökum niður en maður veit ekkert hvað hefur gerst.“ Nei og ekki öll börn sem valda þrjátíu kílóa klaka. Þau segjast ósátt með svör Reykjavíkurborgar en eins og staðan er núna þurfa þau að borga skemmdirnar úr eigin vasa. „Þetta er mjög leiðinlegt og mikið óhapp og maður hefði viljað fá þetta bætt. Þetta er ekkert okkur að kenna, maður er bara að keyra þarna. Þetta er ömurlegt.“
Veður Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira