Kýrin Fata mjólkar mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2023 10:23 Fata og eigendur hennar, kúabændurnir í Gunnbjarnarholti, Arnar Bjarni og Berglind. Magnús Hlynur Hreiðarsson Afurðahæsta kýr landsins á nýliðnu ári er Fata á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fata, sem er að verða átta ára og hefur eignast fimm kálfa, þar af tvær kvígur mjólkaði tæplega fimmtán þúsund lítra af mjólk á 11 mánaða tímabili. Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira