Jóhann Valgeir kosinn Austfirðingur ársins Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 18:41 Jóhann Valgeir Davíðsson, íþróttakennari á Eskifirði, segir titlinum fylgja mikill heiður. Austurfrétt Jóhann Valgeir Davíðsson íþróttakennari hefur verið kosinn Austfirðingur ársins 2022. Hann segir kjörið mikinn heiður, en Jóhann Valgeir var hlaut kjörið fyrir elju sína við að benda á vandamál í íþróttahúsi Eskifjarðar. Kosningin var á vegum Austurfréttar en kjörið fer fram árlega. Greint er frá því að Jóhann Valgeir hafi reglulega undanfarin ár vakið athygli á ástandi hússins, meðal annars á Facebook. Íþróttahúsið hefur lekið mikið síðustu misseri og í upphafi janúarmánaðar kom í ljós að mygla væri í húsinu. „Fyrsta myndin sem ég set inn úr húsinu er frá 2014. Fólki fannst hún hræðileg en það gerðist lítið. Það var leki sem var lagaður en þá fór að leka annars staðar. Þakið var loðið, trúlega myglað. Það var ekkert loftræstikerfi en nokkur ár eru síðan því var komið upp. Lekinn hefur aukist síðustu ár. Í haust var hægt að nota þriðjung salarins því það var allt á floti. Það er hundleiðinlegt að vinna við slíkar aðstæður,“ segir Jóhann Valgeir í samtali við Austurfrétt. Hann segir ábendingarnar hljóma eins og „nöldur á Facebook,“ en það breyti því ekki að sveitarfélagið hafi átt að vita um stöðuna. Stundum þurfi að grípa til örþrifaráða. „Íþróttahúsið er ekki vel nýtt af bæjarbúum, það er fyrst og fremst notað af skólanum. Það er því kannski bara við kennararnir, starfsfólk hússins og stöku þjálfari sem vitum hversu slæmt ástandið var. Síðan fer fólk að hugsa til þess að barnið þess geti verið í mygluðu húsi og þá vaknar það. Foreldrar hafa kvartað yfir veikindum sem hafa lagast við að barnið var tekið úr íþróttum. Ég get ekki sagt til um hvort það sé rétt, ég er ekki læknir.“ Mikill hiti var meðal íbúa á fundi á Eskifirði fyrir tveimur vikum síðan sem vilja nýtt íþróttahús. Bæjarfulltrúar segja að fjármagn vanti til slíkrar uppbyggingar og vilja ráðast í nánari úttekt á stöðunni. Nánar um málið á vef Austurfréttar. Fjarðabyggð Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Kosningin var á vegum Austurfréttar en kjörið fer fram árlega. Greint er frá því að Jóhann Valgeir hafi reglulega undanfarin ár vakið athygli á ástandi hússins, meðal annars á Facebook. Íþróttahúsið hefur lekið mikið síðustu misseri og í upphafi janúarmánaðar kom í ljós að mygla væri í húsinu. „Fyrsta myndin sem ég set inn úr húsinu er frá 2014. Fólki fannst hún hræðileg en það gerðist lítið. Það var leki sem var lagaður en þá fór að leka annars staðar. Þakið var loðið, trúlega myglað. Það var ekkert loftræstikerfi en nokkur ár eru síðan því var komið upp. Lekinn hefur aukist síðustu ár. Í haust var hægt að nota þriðjung salarins því það var allt á floti. Það er hundleiðinlegt að vinna við slíkar aðstæður,“ segir Jóhann Valgeir í samtali við Austurfrétt. Hann segir ábendingarnar hljóma eins og „nöldur á Facebook,“ en það breyti því ekki að sveitarfélagið hafi átt að vita um stöðuna. Stundum þurfi að grípa til örþrifaráða. „Íþróttahúsið er ekki vel nýtt af bæjarbúum, það er fyrst og fremst notað af skólanum. Það er því kannski bara við kennararnir, starfsfólk hússins og stöku þjálfari sem vitum hversu slæmt ástandið var. Síðan fer fólk að hugsa til þess að barnið þess geti verið í mygluðu húsi og þá vaknar það. Foreldrar hafa kvartað yfir veikindum sem hafa lagast við að barnið var tekið úr íþróttum. Ég get ekki sagt til um hvort það sé rétt, ég er ekki læknir.“ Mikill hiti var meðal íbúa á fundi á Eskifirði fyrir tveimur vikum síðan sem vilja nýtt íþróttahús. Bæjarfulltrúar segja að fjármagn vanti til slíkrar uppbyggingar og vilja ráðast í nánari úttekt á stöðunni. Nánar um málið á vef Austurfréttar.
Fjarðabyggð Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira