Vilja kanna arðsemi jarðganga eða vegskála á Hellisheiði Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg hafa lagt til að sveitarfélagið hafi forgöngu um að unnin verði skýrsla um mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga eða vegskála undir Hellisheiði. Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal. Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um tíðar lokanir á Hellisheiði vegna ófærðar í vetur og síðustu ár. Bæjarfulltrúarnir, þau Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson lögðu fram tillöguna í lok síðasta mánaðar þar sem minnst er á jarðgangaskýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir Vegagerðina þar sem mat var lagt á arðsemi jarðganga, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun. „Hér með leggja undirritaðir bæjarfulltrúar S-lista til að Svf. Árborg hafi frumkvæði af því að óska eftir sambærilegu mati frá skýrsluhöfundum á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun hvort sem um er að ræða hefðbundin jarðgöng eða niðurgrafin vegskála samkvæmt svokallaðri Cut and Cover aðferð. Auk þess verði horft sérstaklega til nýtingu á jarðefnum frá framkvæmdinni til uppbyggingar á Þrengslavegi annars vegar og Ölfusvegi milli Hveragerðis og Þorlákshafnar hins vegar,“ segir í tillögu þeirra Örnu Írar og Sigurjóns. Tillagan var tekin fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Kemur þar fram að í ljósi þess að um hagsmunamál fyrir öll sveitarfélög á Suðurlandi sé að ræða feli bæjarráð Fjólu Steindóru Kristinsdóttur bæjarstjóra að vísa málinu til umfjöllunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.Vísir/Vilhelm Svör innviðaráðherra Umræða um veginn yfir Hellisheiði fór fram á Alþingi í mars á síðasta ári eftir að ítrekað hafði verið gripið til lokana. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var þar til svara og sagði meðal annars: „Ég hef ekki skoðað nýlega hvort göng séu vænlegur kostur enda minnir mig að í þeirri umræðu hafi það verið slegið út af borðinu, meðal annars vegna mjög mikils jarðhita og reyndar mikils vatns sem þarna er. En ég hef hins vegar sjálfur fyrir allnokkru spurt, ég ætti nú kannski að fara að kalla eftir svari, það var ekki út af þessu veðri, hvort það væri með einhverjum hætti hægt að byggja einhvers konar vegskála yfir verstu svæðin. Staðreyndin er náttúrlega sú að í þessum veðrum sem verið hafa núna þá myndu þeir ekki hafa hjálpað nokkurn skapaðan hlut vegna þess að veðrið á Sandskeiðinu er oft verst en ekki uppi á Hellisheiði, svo maður segi bara hlutina eins og þeir eru,“ sagði innviðaráðherra í svari fyrir fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í þingsal.
Árborg Vegagerð Samgöngur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira