Covid faraldur á Djúpavogi og þorrablóti frestað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 12:04 Íbúar í Djúpavogi glíma margir hverjir við veikindi þessa dagana en fjölmörg Covid smit hafa greinst undanfarið í bænum. Vísir/Vilhelm Þorrablóti sem til stóð að halda á Djúpavogi í kvöld hefur verið frestað vegna veikinda sem herja á bæjarbúa en fjölmargir íbúar hafa greinst með Covid-19 undanfarna daga. Skólastjóri og formaður þorrablótsnefndar eru meðal þeirra sem greinst hafa með veiruna. Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira