Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að heilbrigðiskerfið, sem þegar er komið að þolmörkum, verði að bregðast við spám um krabbamein. Þrátt fyrir sláandi spá sé ekkert meitlað í stein.
Von er á enn einni lægðinni því gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn og fólk beðið um að fara með gát. Hætta er á flóðum og skriðuföllum.
Við skoðum orustuþotur af gerðinni F-35 sem nú sinna loftrýmisgæslu á Íslandi á vegum Atlantshafsbandalagsins, hittum par sem á von á þríburum og verðum í beinni útsendingu frá sirkussýningu í Laugardalslaug.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu klukkan 18:30.