Kynntist eiginmanninum átján ára og er að springa úr þakklæti Bjarki Sigurðsson skrifar 5. febrúar 2023 17:01 Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson eru orðin hjón. Instagram Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido gengu í það heilaga á föstudaginn. Birna greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni og um leið ástæðunni fyrir því að hún valdi að giftast Ebba sínum. Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“ Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira
Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“ segir Birna Rún sem er verðlaunuð leikkona. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ segir Birna Rún á heiðarlegum nótum um sinn heittelskaða. Lífið ekki eintóm hamingja frekar en ástin „Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“ Birna ávarpar sinn heittelskaða og segir að fyrir sér sé það hamingja að vilja vaxa stöðugt og vera á ferðalagi. „Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd,“ segir Birna Rún. Þá staldrar hún við hvað ástin sé. „Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar. Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.“ Birna Rúnar segir að fyrir henni sé hjónaband praktísk ákvörðun, sem henti fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf. „Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti. Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang,“ segir Birna Rún, þakklát fyrir að hafa kynnst eiginmanni sínum og sigrað öldurnar með honum. „Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalag. Það er ekkert betra“
Brúðkaup Ástin og lífið Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Sjá meira