ESA gerir athugasemdir við eftirlit, hreinlæti og vinnslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 11:44 Eftirlitsteymi ESA komst meðal annars að því að engar úrbætur höfðu verið gerðar á ákveðnum atriðum þrátt fyrir að þeirra væri getið í skýrslum MAST. Getty Eftirlitsteymi á vegum ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gerði fjölmargar athugasemdir við eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með kjúklingaafurðum í kjölfar úttektar sem fram fór hér á landi 25. október til 1. nóvember 2022. Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga. EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga.
EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira