ESA gerir athugasemdir við eftirlit, hreinlæti og vinnslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2023 11:44 Eftirlitsteymi ESA komst meðal annars að því að engar úrbætur höfðu verið gerðar á ákveðnum atriðum þrátt fyrir að þeirra væri getið í skýrslum MAST. Getty Eftirlitsteymi á vegum ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, gerði fjölmargar athugasemdir við eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með kjúklingaafurðum í kjölfar úttektar sem fram fór hér á landi 25. október til 1. nóvember 2022. Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga. EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Eftirlitsteymið heimsótti meðal annars starfsstöðvar þar sem slátrun fer fram og komst meðal annars að því að slátrun væri oft hafin áður en eftirlitsaðili mætti á staðinn, að lágmarkstími fyrir eftirlit á hverjum stað væri ekki fullnýttur og að of fáir fuglar úr hverri lotu væru skoðaðir. Þetta yrði til þess að auka líkurnar á því að sjúkdómar kæmust fram hjá eftirliti og að óörugg matvæli rötuðu á borð neytenda. Í skýrslu eftirlitsteymisins er greint frá þeirri breytingu að eftirlit með kjúklingaafurðum sé nú á höndum héraðsdýralækna í fjórum umdæmum landsins en við athugun hafi komið í ljós að í einu umdæmanna hefði enginn dýralæknir fengið þjálfun til að sinna eftirlitinu. Dýralæknar sem eftirlitsteymið ræddi við um framkvæmdina sögðu slátrun oft hefjast áður en þeir mættu á staðinn og þetta staðfesti MAST. Þá komst teymið að því í heimsóknum í sláturhúsin að aðstæður væru ekki alltaf fullnægjandi þannig að koma mætti auga á og aðskilja afbrigðilega fugla. Teymi bar sjálft kennsl á nokkra fugla sem hefði átt að taka frá, sem voru þá þegar komnir framhjá eftirlitsstöðinni. Í skýrslunni er þess einnig getið að sums staðar hafi innviðum verið ábótavant; til að mynda hvað varðar frárennsli úrgangsvatns og aðskilnað milli vinnslu- og þvottasvæða. Aukaafurðir geymdar í matarílátum Varðandi hreinlæti er þess getið að teymið hafi farið yfir nýlegar skýrslur um aðstæður á vinnslustöðvunum og samkvæmt þeim væri hreinlæti ábótavant og dæmi um að dýraúrgangur væri geymdur í matvælaílátum. Ílátin hefðu ekki verið merkt til að gefa til kynna að ekki væri um að ræða matvæli. Í heimsóknum sýnum varð teymið vart við sömu vandamál; aukaafurðir geymdar í matarílátum og málning enn að flagna í einu húsnæðinu, líkt og áður hafði verið getið í skýrslu MAST. Vandamál fundust einnig tengd eldun kjúklingakjöts, meðal annars sem vörðuðu efitlit með hitastigi. Yfirvöld á Íslandi hafa fengið frest til 3. apríl næstkomandi til að skila lista yfir úrbætur sem búið er að grípa til eða til stendur að grípa til. Tillögur um úrbætur af hálfu ESA eru í fimm liðum en í tilkynningu frá MAST segir að stofnunin hafi þegar brugðist við. „Tilgangur úttektarinnar var að staðfesta að opinbert eftirlit með afurðum kjúklinga væri í samræmi við löggjöf EES. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að Ísland hefur ekki innleitt viðeigandi löggjöf EES að fullu. Athugasemdirnar snúa aðallega að skilvirkni eftirlits, heilbrigðisskoðun á fugli og merkingum íláta aukaafurða,“ segir á vef MAST. Þá segir að aukið eftirlit með meðferð aukaafurða sé sérstakt áhersluatriði Matvælastofnunar í öllu eftirlit með matvælum á komandi ári, þar með töldum aukaafurða kjúklinga.
EFTA Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira