Jón Sveins: Raggi á eftir að vera jafngóður þjálfari og hann var leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 08:00 Ragnari Sigurðssyni vantaði bara þrjá leiki upp á að spila hundrað A-landsleiki fyrir Ísland. Hann var lykilmaður í báðum stórmótaliðum karlaliðsins. Vísir/Vilhelm Jón Sveinsson stjórnar áfram Fram í Bestu deildinni í sumar en ein af stærstu viðbótunum við félagið er nýr aðstoðarþjálfari sem var hluti af gullkynslóð karlalandsliðsins í fótbolta. Jón talar vel um Ragnar Sigurðsson og spáir honum frama sem þjálfara. Framarar stóðu sig vel í endurkomu sinni upp í efstu deild undir stjórn Jóns í fyrra sumar en þetta var fyrsta tímabilið meðal þeirra bestu síðan sumarið 2014. Fram var spáð falli en hélt örugglega sæti sínu og þeir urðu síðan Reykjavíkurmeistarar á dögunum. Jón býst við öðruvísi væntingum til liðsins í ár. Jón Sveinsso stýrir Framliðinu síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson ræddi við þennan mikla Framara en Jón Sveinsson lék sjálfur 169 leiki fyrir Fram í efstu deild og er einn af leikjahæstu leikmönnum félagsins í efstu deild frá upphafi. Gaupi ræddi við Jón meðal annars um þá staðreynd að hann er einn af fáum þjálfarum sem eru ekki í fullu starfi heldur vinnur hann annað starf með þjálfuninni. Jón er að byrja sitt fimmta tímabil með Framliðið en annað árið í deild þeirra bestu er oft vandasamt. Öðruvísi væntingar í ár „Annað árið getur verið erfiðara. Við mætum í fyrra með engar væntingar eftir að hafa verið alls staðar spáð í kjallarann. Við vissum svo sem að við værum betri en það þannig að það hafði ekki mikil áhrif á okkur. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að á þessu öðru ári munu verða öðruvísi væntingar til okkar í ár heldur en í fyrra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Klippa: Gaupi ræddi við Jón Sveinsson „Ég hef mikla trú á því að það verði ekki mikil breyting á þessu frá því í fyrra. Ég held að við séum með gott samkeppnishæft lið í þessari deild. Við verðum tilbúnir í slaginn þegar þetta verður flautað á,“ sagði Jón. Hann virðist vera nokkur sáttur með stöðuna á leikmannamálum Framliðsins og það er ekki að heyra á honum að von sé á mörgum leikmönnum í viðbót. „Ég held að við séum nokkuð vel settir,“ sagði Jón. Jón er Framari í gegn og vann titla með félaginu á árum áður. Hann var leikmaður í þremur síðastu Íslandsmeistaraliðum Fram 1986, 1988 og 1990. Framarar fagna marki á móti FH í fyrrasumar.Vísir/Hulda Margrét Vonandi farnir að berjast um alvöru titla „Þú vilt mikið, þér langar að ná langt og ná klúbbnum þar sem hann á heima. Við höfum verið á góðri leið og vonandi á næstu árum erum við farnir að berjast um einhverja alvöru titla,“ sagði Jón. Vísir/Hulda Margrét Jón fékk inn nýjan aðstoðarmann fyrir þetta tímabil en Ragnar Sigurðsson, 97 leikja maður með íslenska landsliðinu, er kominn inn í þjálfarateymið. „Ég hef þurft að eiga við hann áður sem þjálfari. Raggi er frábær einstaklingur og skemmtilegur fýr. Það er gaman að hafa hann í kringum sig. Hann er líka að koma mjög sterkur inn sem þjálfari. Hann er með mikla reynslu sem leikmaður, bæði sem landsliðsmaður og atvinnumaður til lengri tíma,“ sagði Jón. Með öðruvísi sýn „Hann kemur með svolítið öðruvísi sýn, reynslu og þekkingu inn í þetta. Hann er að koma með fullt af góðum punktum þannig að ég held að Raggi eigi eftir að vera jafngóður þjálfari og hann var leikmaður þegar fram í sækir,“ sagði Jón. Gaupi spurði Jón líka út í þá staðreynd að hann sé einn af fáum þjálfurum í deildinni sem vinnur með þjálfarastarfinu. Jón Sveinsson var í þremur síðustu Íslandsmeistaraliðum Fram en nú þjálfar hann liðið.Vísir/Diego Ég er bara risaeðla „Ég þekki aldrei neitt annað heldur en að vera vinna með fótboltanum hvort sem það er sem þjálfari eða sem leikmaður. Ég hef ennþá stuðning að heiman til að gera það. Ég fær skilning og back up þar. Sem betur fer þá er þetta að breytast og margir eru farnir að geta sinnt þessu sem heilsársstarfi og við þurfum að komast þangað,“ sagði Jón en hann ætlar ekki að taka það skref. „Þetta er á réttri leið en ég er bara risaeðla og held áfram að steypa bara,“ sagði Jón og grínaðist með skot frá Gaupa um að hann vinni við steinsteypu. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan. Besta deild karla Fram Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Framarar stóðu sig vel í endurkomu sinni upp í efstu deild undir stjórn Jóns í fyrra sumar en þetta var fyrsta tímabilið meðal þeirra bestu síðan sumarið 2014. Fram var spáð falli en hélt örugglega sæti sínu og þeir urðu síðan Reykjavíkurmeistarar á dögunum. Jón býst við öðruvísi væntingum til liðsins í ár. Jón Sveinsso stýrir Framliðinu síðasta sumar.Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson ræddi við þennan mikla Framara en Jón Sveinsson lék sjálfur 169 leiki fyrir Fram í efstu deild og er einn af leikjahæstu leikmönnum félagsins í efstu deild frá upphafi. Gaupi ræddi við Jón meðal annars um þá staðreynd að hann er einn af fáum þjálfarum sem eru ekki í fullu starfi heldur vinnur hann annað starf með þjálfuninni. Jón er að byrja sitt fimmta tímabil með Framliðið en annað árið í deild þeirra bestu er oft vandasamt. Öðruvísi væntingar í ár „Annað árið getur verið erfiðara. Við mætum í fyrra með engar væntingar eftir að hafa verið alls staðar spáð í kjallarann. Við vissum svo sem að við værum betri en það þannig að það hafði ekki mikil áhrif á okkur. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að á þessu öðru ári munu verða öðruvísi væntingar til okkar í ár heldur en í fyrra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Klippa: Gaupi ræddi við Jón Sveinsson „Ég hef mikla trú á því að það verði ekki mikil breyting á þessu frá því í fyrra. Ég held að við séum með gott samkeppnishæft lið í þessari deild. Við verðum tilbúnir í slaginn þegar þetta verður flautað á,“ sagði Jón. Hann virðist vera nokkur sáttur með stöðuna á leikmannamálum Framliðsins og það er ekki að heyra á honum að von sé á mörgum leikmönnum í viðbót. „Ég held að við séum nokkuð vel settir,“ sagði Jón. Jón er Framari í gegn og vann titla með félaginu á árum áður. Hann var leikmaður í þremur síðastu Íslandsmeistaraliðum Fram 1986, 1988 og 1990. Framarar fagna marki á móti FH í fyrrasumar.Vísir/Hulda Margrét Vonandi farnir að berjast um alvöru titla „Þú vilt mikið, þér langar að ná langt og ná klúbbnum þar sem hann á heima. Við höfum verið á góðri leið og vonandi á næstu árum erum við farnir að berjast um einhverja alvöru titla,“ sagði Jón. Vísir/Hulda Margrét Jón fékk inn nýjan aðstoðarmann fyrir þetta tímabil en Ragnar Sigurðsson, 97 leikja maður með íslenska landsliðinu, er kominn inn í þjálfarateymið. „Ég hef þurft að eiga við hann áður sem þjálfari. Raggi er frábær einstaklingur og skemmtilegur fýr. Það er gaman að hafa hann í kringum sig. Hann er líka að koma mjög sterkur inn sem þjálfari. Hann er með mikla reynslu sem leikmaður, bæði sem landsliðsmaður og atvinnumaður til lengri tíma,“ sagði Jón. Með öðruvísi sýn „Hann kemur með svolítið öðruvísi sýn, reynslu og þekkingu inn í þetta. Hann er að koma með fullt af góðum punktum þannig að ég held að Raggi eigi eftir að vera jafngóður þjálfari og hann var leikmaður þegar fram í sækir,“ sagði Jón. Gaupi spurði Jón líka út í þá staðreynd að hann sé einn af fáum þjálfurum í deildinni sem vinnur með þjálfarastarfinu. Jón Sveinsson var í þremur síðustu Íslandsmeistaraliðum Fram en nú þjálfar hann liðið.Vísir/Diego Ég er bara risaeðla „Ég þekki aldrei neitt annað heldur en að vera vinna með fótboltanum hvort sem það er sem þjálfari eða sem leikmaður. Ég hef ennþá stuðning að heiman til að gera það. Ég fær skilning og back up þar. Sem betur fer þá er þetta að breytast og margir eru farnir að geta sinnt þessu sem heilsársstarfi og við þurfum að komast þangað,“ sagði Jón en hann ætlar ekki að taka það skref. „Þetta er á réttri leið en ég er bara risaeðla og held áfram að steypa bara,“ sagði Jón og grínaðist með skot frá Gaupa um að hann vinni við steinsteypu. Það má sjá allt spjallið þeirra hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fram Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira