Endurtekur leikinn fyrir Píeta: „Í ár stefnum við bara enn hærra“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. febrúar 2023 19:31 Rósa Björk gengur undir nafninu g00nhunter þegar hún spilar. Vísir/Aðsend Tölvuleikjaspilarinn Rósa Björk stendur fyrir góðgerðarstreymi í sólarhring til styrktar Píeta samtakanna á morgun. Í fyrra safnaði hún 1,4 milljónum króna og stefnir enn hærra í ár með stútfullri dagskrá. Hún segir Píeta eiga sérstakan stað í hjarta hennar og stefnir á að þetta verði árlegur viðburður. Rósa Björk, sem gengur undir nafninu g00nhunter á tölvuleikjastreymisveitunni Twitch, ákvað upprunalega að streyma í sólarhring í fyrra eftir að hún fékk óviðeigandi skilaboð um bróðir hennar, sem féll fyrir eigin hendi árið 2007. Fyrst hafi hún ætlað að hætta en síðar ákveðið að gera eitthvað gott úr málinu. Þannig ákvað hún að allur ágóðinn af streyminu myndi renna til Píeta samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Óhætt er að segja að streymið hafi gengið vel og mun hún endurtaka leikinn á morgun. „Það var svo vel tekið í þetta og mikil eftirspurn eftir öðru svona og mig langaði ógeðslega mikið að gera þetta aftur,“ segir Rósa. „Í fyrra söfnuðum við 1,4 milljónum fyrir Píeta samtökin og í ár þá stefnum við bara enn þá hærra. Flottari gestir, bara allt flottara.“ Frægir gestir, vinningar og stútfull dagskrá Streymið hefst klukkan þrjú eftir hádegi á morgun og verður streymt á Vísi allan sólarhringinn. Rósa fær meðal annars til sín þjóðþekkta einstaklinga á borð við Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Birgi Hákon og Flóna og saman munu þau taka áskorunum, til að mynda munu hún og Friðrik Dór borða ógeðslegan mat með bundið fyrir augun. Þá verður viðburður í anda Bachelor þáttanna vinsælu og bingó svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Pi eta Samto kin (@pietasamtokin) >/center> Það er ekki allt og sumt en þau hafa fengið stuðning frá ýmsum fyrirtækjum og verða vinningar gefnir út, Play hefur til að mynda lagt fram tvö flugmiða og Bleksmiðjan gefur gjafabréf. Þó svona viðburðir séu yfirleitt gerðir fyrir áhugafólk um tölvuleiki þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í ár. „Í fyrra þá var ég rosalega mikið með þetta miðað að tölvuleikjasamfélaginu en í ár þá langar okkur að gera þetta miklu stærra og flottara þannig við ætlum að hafa þetta svolítið fyrir alla og ég mun spila tölvuleiki miklu minna,“ segir Rósa en hún reiknar með að spila eitthvað tölvuleikinn Counterstrike. Getur ekki beðið eftir morgundeginum Aðspurð um hvort hún sé tilbúin andlega og líkamlega fyrir morgundaginn segir hún svo vera. „Ég verð að segja að það er alveg erfitt að vera vakandi í 24 tíma, það er ekkert létt og ég var næstum búin að sofna í fyrra, en það er svo mikið stuð í kringum þetta sem gerir þetta mun léttara,“ segir Rósa létt í bragði og bætir við að hún sé spennt fyrir morgundeginum. „Ég bara get ekki beðið, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Rósa Björk ræddi einnig við þáttastjórnendur Brennslunnar á FM957 í morgun. Hún stefnir á að gera þetta að árlegum viðburði, stærri og skemmtilegri með hverju árinu. Þá sér hún fyrir sér að halda áfram að styrkja Píeta samtökin, sem eigi sérstakan stað í hjarta hennar. „Mér finnst að ef ég ætla að gera eitthvað svona góðgerðarstreymi og styrkja eitthvað málefni sem mér þykir vænt um, þá verður það eiginlega bara að vera Píeta samtökin. Þau hafa gert svo rosalega mikið fyrir mig,“ segir Rósa. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Rósa Björk, sem gengur undir nafninu g00nhunter á tölvuleikjastreymisveitunni Twitch, ákvað upprunalega að streyma í sólarhring í fyrra eftir að hún fékk óviðeigandi skilaboð um bróðir hennar, sem féll fyrir eigin hendi árið 2007. Fyrst hafi hún ætlað að hætta en síðar ákveðið að gera eitthvað gott úr málinu. Þannig ákvað hún að allur ágóðinn af streyminu myndi renna til Píeta samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða auk þess sem þau styðja við aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. Óhætt er að segja að streymið hafi gengið vel og mun hún endurtaka leikinn á morgun. „Það var svo vel tekið í þetta og mikil eftirspurn eftir öðru svona og mig langaði ógeðslega mikið að gera þetta aftur,“ segir Rósa. „Í fyrra söfnuðum við 1,4 milljónum fyrir Píeta samtökin og í ár þá stefnum við bara enn þá hærra. Flottari gestir, bara allt flottara.“ Frægir gestir, vinningar og stútfull dagskrá Streymið hefst klukkan þrjú eftir hádegi á morgun og verður streymt á Vísi allan sólarhringinn. Rósa fær meðal annars til sín þjóðþekkta einstaklinga á borð við Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Birgi Hákon og Flóna og saman munu þau taka áskorunum, til að mynda munu hún og Friðrik Dór borða ógeðslegan mat með bundið fyrir augun. Þá verður viðburður í anda Bachelor þáttanna vinsælu og bingó svo fátt eitt sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Pi eta Samto kin (@pietasamtokin) >/center> Það er ekki allt og sumt en þau hafa fengið stuðning frá ýmsum fyrirtækjum og verða vinningar gefnir út, Play hefur til að mynda lagt fram tvö flugmiða og Bleksmiðjan gefur gjafabréf. Þó svona viðburðir séu yfirleitt gerðir fyrir áhugafólk um tölvuleiki þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í ár. „Í fyrra þá var ég rosalega mikið með þetta miðað að tölvuleikjasamfélaginu en í ár þá langar okkur að gera þetta miklu stærra og flottara þannig við ætlum að hafa þetta svolítið fyrir alla og ég mun spila tölvuleiki miklu minna,“ segir Rósa en hún reiknar með að spila eitthvað tölvuleikinn Counterstrike. Getur ekki beðið eftir morgundeginum Aðspurð um hvort hún sé tilbúin andlega og líkamlega fyrir morgundaginn segir hún svo vera. „Ég verð að segja að það er alveg erfitt að vera vakandi í 24 tíma, það er ekkert létt og ég var næstum búin að sofna í fyrra, en það er svo mikið stuð í kringum þetta sem gerir þetta mun léttara,“ segir Rósa létt í bragði og bætir við að hún sé spennt fyrir morgundeginum. „Ég bara get ekki beðið, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Rósa Björk ræddi einnig við þáttastjórnendur Brennslunnar á FM957 í morgun. Hún stefnir á að gera þetta að árlegum viðburði, stærri og skemmtilegri með hverju árinu. Þá sér hún fyrir sér að halda áfram að styrkja Píeta samtökin, sem eigi sérstakan stað í hjarta hennar. „Mér finnst að ef ég ætla að gera eitthvað svona góðgerðarstreymi og styrkja eitthvað málefni sem mér þykir vænt um, þá verður það eiginlega bara að vera Píeta samtökin. Þau hafa gert svo rosalega mikið fyrir mig,“ segir Rósa. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Rafíþróttir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira