Sigmar vill verða ritari Viðreisnar Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2023 13:45 Í samþykktum fyrir Landsþing Viðreisnar er að finna tillögu um að komið verði á fót sérstöku embætti ritara í skipulagi flokksins. Sigmar Guðmundsson þingmaður hefur sent út bréf til flokksmanna og bíður sig fram. Hann segir að allt eins megi kalla embættið stækkunarstjóra því hann það eru sóknarfæri fyrir Viðreisn að mati Sigmars. vísir/vilhelm Landsþing Viðreisnar hefst í dag klukkan fjögur. Fyrir liggur tillaga um að stofnað verði embætti ritara innan flokksskipulagsins og hefur Sigmar Guðmundsson alþingismaður ákveðið að gefa kost á sér í það. Sigmar hefur sent stutt bréf til félaga sinna í Viðreisn þar sem hann hvetur alla til að mæta og greinir þrá því að hann muni sækjast eftir embætti ritara ef tillaga um að þetta nýja embætti verði sett á fót verður samþykkt. Eftir því sem Vísir kemst næst eru engar líkur á öðru. „Hugsunin á bak við embættið er að efla innra starf flokksins okkar. Þótt margt sé vel gert hjá okkur í starfinu er alltaf hægt að gera betur. Reyndar er það eilífðarverkefni að efla innra starf í stjórnmálaflokki og sú vinna þarf því að vera virk á öllum tímum. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að stækka Viðreisn, efla grasrótina og breikka forystuna,“ segir í bréfi Sigmars. Þá segir Sigmar að það þurfi að gerast miklu meira í samtali á milli flokksmanna, félaga innan flokksins og svæða. „Ég hef tekið eftir því að það vantar ekki hugmyndirnar, heldur miklu fremur að koma þeim í farveg og til framkvæmda. Það hlýtur svo að vera sérstakt kappsmál hjá okkur að efla flokkinn utan höfuðborgarsvæðisins. Það er hlutverk ritara sem mætti allt eins kalla stækkunarstjóra að leiða þessa vinnu og umfram allt að virkja flokksmenn og þann kraft sem í þeim býr til að rödd Viðreisnar heyrist sem víðast.“ Sigmar segist hafa óbilandi trú á að mikil tækifæru séu til staðar í íslensku samfélagi og eftirspurn eftir frjálslyndum flokki meðal kjósenda. „Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi.“ Viðreisn Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sigmar hefur sent stutt bréf til félaga sinna í Viðreisn þar sem hann hvetur alla til að mæta og greinir þrá því að hann muni sækjast eftir embætti ritara ef tillaga um að þetta nýja embætti verði sett á fót verður samþykkt. Eftir því sem Vísir kemst næst eru engar líkur á öðru. „Hugsunin á bak við embættið er að efla innra starf flokksins okkar. Þótt margt sé vel gert hjá okkur í starfinu er alltaf hægt að gera betur. Reyndar er það eilífðarverkefni að efla innra starf í stjórnmálaflokki og sú vinna þarf því að vera virk á öllum tímum. Ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum til að stækka Viðreisn, efla grasrótina og breikka forystuna,“ segir í bréfi Sigmars. Þá segir Sigmar að það þurfi að gerast miklu meira í samtali á milli flokksmanna, félaga innan flokksins og svæða. „Ég hef tekið eftir því að það vantar ekki hugmyndirnar, heldur miklu fremur að koma þeim í farveg og til framkvæmda. Það hlýtur svo að vera sérstakt kappsmál hjá okkur að efla flokkinn utan höfuðborgarsvæðisins. Það er hlutverk ritara sem mætti allt eins kalla stækkunarstjóra að leiða þessa vinnu og umfram allt að virkja flokksmenn og þann kraft sem í þeim býr til að rödd Viðreisnar heyrist sem víðast.“ Sigmar segist hafa óbilandi trú á að mikil tækifæru séu til staðar í íslensku samfélagi og eftirspurn eftir frjálslyndum flokki meðal kjósenda. „Ekki síst núna þegar fjölskyldur og fyrirtæki finna illa fyrir því að það er ekki heppilegt að vera á myntsvæði sem telur jafn margt fólk og býr í borginni Wuppertal í Þýskalandi.“
Viðreisn Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira