Gunnhildur Yrsa: Sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 09:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er komin heim til Íslands en það gekk mikið á síðustu mánuði hennar með Orlando Pride. Getty/Alex Livesey Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir segir hneykslismál í bandaríska fótboltanum hafi haft sitt að segja þegar hún tók ákvörðun að snúa heim til Íslands. Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina. Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira
Gríðarstór hneyklismál skók bandarískan kvennafótbolta í hitt í fyrra þar sem fjölmargir þjálfarar í deildinni voru sakaðir um óeðlilega hegðun í garð leikmanna. Meint brot þeirra í starfi voru margvíslega, allt frá harðoðrum samskiptum og eineltistilburðum yfir í kynferðislega misnoktun. Málið snerti Orlando Pride, félag Gunnhildar, og hún segir það hafa stuðlað að því að hún vildu breyta um umhverfi. Valur Páll Eiríksson ræddi við Gunnhildi Yrsu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær Eineltismál sem tók bara á „Það var svakamál hjá okkur þar sem þjálfarinn var rekinn. Eineltismál og svoleiðis sem tók bara á. Það er stór hluti ástæðunnar fyrir því að ég tók þessa ákvörðun,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. „Mig langaði bara að einbeita mér að fótbolta og hafa gaman af því. Úti var það svolítið tekið af manni. Þar var svo mikið í gangi utan fótboltans og ég náði ekki að koma bara á æfingar til að spila fótbolta,“ sagði Gunnhildur Yrsa. Það er gaman hérna „Ég er mjög spennt fyrir því að koma hingað. Ég er búin að fara á nokkrar æfingar, það er gaman hérna og stelpurnar eru að einbeita sér að fótbolta sem er geggjað,“ sagði Gunnhildur. Sex þjálfarar úr bandarísku deildinni voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta vegna málsins en Gunnhildur segir að það sé enn verið að vinna úr málinu vestan hafs. „Það er sorglegt að sjá hvað þurfti að reka marga þjálfara og svoleiðis. Það er búið að banna þrjá þjálfara að þjálfara í bandarísku deildinni og það eru nokkrir sem eru í tveggja ára banni,“ sagði Gunnhildur. Leikmenn hafa svolítið mikil völd „Það er verið að taka á þessu en um leið verður til svona menning þar sem leikmenn hafa svolítið mikil völd. Það þarf að finna smá jafnvægi á þetta. Ég held að þetta sé á réttri leið alla vega miðað við það sem þeir eru að gera hjá Orlando Pride. Það eru góðir hlutir og þeir eru að breyta til með því að stokka upp í hlutunum þar,“ sagði Gunnhildur. „Ég held að önnur lið séu að gera það sama. Það sem gerðist út í Bandaríkjunum á í fyrsta lagi ekki að gerast en gerir það kannski að verkum að það verði smá breyting í kvennaknattspyrnunni,“ sagði Gunnhildur. Hér fyrir neðan má sjá alla fréttina.
Besta deild kvenna Bandaríski fótboltinn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira