Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 15:58 Ungfrú Ísland/Arnór Trausti-Vísir/Vilhelm Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. „Aðalmarkmiðið er að finna konu sem er fyrirmynd og allir geta speglað sig í á einhvern hátt. Við höfum verið bundin við það síðustu sjötíu ár sem þessi keppni hefur verið haldin, að Miss Universe hefur ekki leyft mæður eða giftar konur. Þannig þetta er rosalega stórt skref,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Undankeppni Miss Universe hét áður Miss Universe Iceland og var það Manuela sem fór fyrir þeirri keppni ásamt Pageant Smart. Nú hafa þau hins vegar tekið yfir Ungfrú Ísland vörumerkið og tekur sú keppni við af Miss Universe Iceland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Skrifar gagnrýni á fáfræði Manuela segir umhverfi fegurðarsamkeppna vera gjörbreytt frá því að hún var sjálf krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Þá hafi keppendur verið settir á vigt og úlitskröfurnar hafi verið allsráðandi. Það er nú liðin tíð samkvæmt Manuelu. „Það er ekkert leyndarmál að fegurðarsamkeppnir fá á sig gagnrýni en ég skrifa það alltaf bara á fáfræði. Í dag er þetta svo rosalega breytt. Það er ekkert eftir af þessum gömlu hugmyndum sem voru áður ríkjandi. Keppnin sjálf er kannski eins upp byggð en áherslurnar eru allt allt aðrar. Það er alveg ástæða fyrir því að margar stelpur taka þátt aftur og aftur. Þær fá svo rosalega mikið út úr því að keppa, jafnvel þótt þær vinni ekki,“ segir Manuela. Leita að einhverri sem er tilbúin að fara „all-in“ Hún segir keppnina í dag snúast að miklu leyti um sjálfsvinnu og að skapa vettvang fyrir konur til þess að nota röddina sína og láta gott af sér leiða. Engar útlitskröfur eru gerðar, heldur eru einu skilyrðin fyrir þátttöku að vera kona á aldrinum 18-28 ára. Þó þarf sigurvegarinn að vera tilbúinn að takast á við það stóra verkefni sem Miss Universe er. Sú sem hreppir annað sætið fer einnig út í stóra keppni, Miss Supranational. „Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því hvað það er raunverulega erfitt að fara í svona stóra keppni. Það er brjáluð keyrsla og þetta tekur á bæði andlega og líkamlega. Við náttúrlega reynum að undirbúa okkar keppendur fyrir stóru keppnina eins vel og við getum. Þannig það þarf einhverja sem er tilbúin í að fara „all-in“ í alla þá vinnu sem fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Miss Universe er fyrir allar konur Manuela segir fjölbreytileikann stöðugt vera að aukast í keppninni erlendis. Til að mynda hafi fyrsta trans konan tekið þátt í keppninni árið 2018 fyrir hönd Spánar. Þá hafi konur sem notast við hjólastól einnig tekið þátt í undankeppnunum erlendis. Hún tekur því þessum nýju breytingum fagnandi, enda eru þær til þess fallnar að auka fjölbreytileikann enn frekar. „Mér finnst þetta bara frábær leið til að undirstrika að Miss Universe er fyrir allar konur og ég vonast bara til að sjá fjölbreyttan hóp umsækjenda og fá glæsilegar giftar mæður í hópinn í ár,“ segir Manuela sem hvetur allar áhugasamar konur á aldrinum 18-28 ára til þess að sækja um. Ungfrú Ísland Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01 „Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
„Aðalmarkmiðið er að finna konu sem er fyrirmynd og allir geta speglað sig í á einhvern hátt. Við höfum verið bundin við það síðustu sjötíu ár sem þessi keppni hefur verið haldin, að Miss Universe hefur ekki leyft mæður eða giftar konur. Þannig þetta er rosalega stórt skref,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Undankeppni Miss Universe hét áður Miss Universe Iceland og var það Manuela sem fór fyrir þeirri keppni ásamt Pageant Smart. Nú hafa þau hins vegar tekið yfir Ungfrú Ísland vörumerkið og tekur sú keppni við af Miss Universe Iceland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Skrifar gagnrýni á fáfræði Manuela segir umhverfi fegurðarsamkeppna vera gjörbreytt frá því að hún var sjálf krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Þá hafi keppendur verið settir á vigt og úlitskröfurnar hafi verið allsráðandi. Það er nú liðin tíð samkvæmt Manuelu. „Það er ekkert leyndarmál að fegurðarsamkeppnir fá á sig gagnrýni en ég skrifa það alltaf bara á fáfræði. Í dag er þetta svo rosalega breytt. Það er ekkert eftir af þessum gömlu hugmyndum sem voru áður ríkjandi. Keppnin sjálf er kannski eins upp byggð en áherslurnar eru allt allt aðrar. Það er alveg ástæða fyrir því að margar stelpur taka þátt aftur og aftur. Þær fá svo rosalega mikið út úr því að keppa, jafnvel þótt þær vinni ekki,“ segir Manuela. Leita að einhverri sem er tilbúin að fara „all-in“ Hún segir keppnina í dag snúast að miklu leyti um sjálfsvinnu og að skapa vettvang fyrir konur til þess að nota röddina sína og láta gott af sér leiða. Engar útlitskröfur eru gerðar, heldur eru einu skilyrðin fyrir þátttöku að vera kona á aldrinum 18-28 ára. Þó þarf sigurvegarinn að vera tilbúinn að takast á við það stóra verkefni sem Miss Universe er. Sú sem hreppir annað sætið fer einnig út í stóra keppni, Miss Supranational. „Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því hvað það er raunverulega erfitt að fara í svona stóra keppni. Það er brjáluð keyrsla og þetta tekur á bæði andlega og líkamlega. Við náttúrlega reynum að undirbúa okkar keppendur fyrir stóru keppnina eins vel og við getum. Þannig það þarf einhverja sem er tilbúin í að fara „all-in“ í alla þá vinnu sem fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Miss Universe er fyrir allar konur Manuela segir fjölbreytileikann stöðugt vera að aukast í keppninni erlendis. Til að mynda hafi fyrsta trans konan tekið þátt í keppninni árið 2018 fyrir hönd Spánar. Þá hafi konur sem notast við hjólastól einnig tekið þátt í undankeppnunum erlendis. Hún tekur því þessum nýju breytingum fagnandi, enda eru þær til þess fallnar að auka fjölbreytileikann enn frekar. „Mér finnst þetta bara frábær leið til að undirstrika að Miss Universe er fyrir allar konur og ég vonast bara til að sjá fjölbreyttan hóp umsækjenda og fá glæsilegar giftar mæður í hópinn í ár,“ segir Manuela sem hvetur allar áhugasamar konur á aldrinum 18-28 ára til þess að sækja um.
Ungfrú Ísland Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01 „Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46
Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01
„Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31
Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59