Andri Rúnar til Vals: Tilfinningin eins og þú sért úti í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2023 08:00 Andri Rúnar Bjarnason sést hér kominn í Valsbúninginn. Instagram/@valurfotbolti Valsmenn eru komnir með markametshafa í framlínuna fyrir komandi tímabil í Bestu deild eftir að hafa gert samning við Andra Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals Besta deild karla Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Andri Rúnar kemur frá ÍBV en hann þurfti að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölskylduástæðna. Valur varð fyrir valinu. Guðjón Guðmundsson ræddi við Andra um vistaskiptin. Vildi fara í lið í toppbaráttu „Þegar þú lítur í kringum þig og sérð umgjörðina hérna á Hlíðarenda og allt í kringum klúbbinn þá er tilfinningin svolítið eins og þú sért úti í atvinnumennsku. Þetta er mjög fagmannlegt hér og mig langaði að fara í lið sem væri að fara í toppbaráttu og stefnir á vinna titla í öllum keppnum sem þeir taka þátt í. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason. Andri Rúnar hefur skorað 29 mörk í síðustu 47 leikjum sínum í efstu deild. Hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík sumarið 2017 og skoraði síðan 10 mörk í 25 leikjum með ÍBV síðasta sumar sem var fyrsta tímabilið eftir að hann snéri heim úr atvinnumennsku. Leið vel í Eyjum en fjölskyldan í fyrsta sæti „Mér leið mjög vel í Vestmannaeyjum en það hitti mjög illa á með fjölskylduna. Með vinnu í bænum og það er erfitt að fara á milli á meðan samgöngur eru eins og þær eru. Við erum að eignast okkar annað barn í sumar og þetta gat ekki gengið upp. Þá þurfti ég að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og flytja í bæinn,“ sagði Andri Rúnar. Gaupi vildi fá að vita hvernig skrokkurinn væri hjá Andra. „Hann er bara góður. Ég var í hlaupaprófi áðan og kom betur út en ég þorði að vona. Ég er búinn að vera að vinna í því að styrkja líkamann og undirbúa hann undir alvöru álag. Núna get ég byrjað að æfa,“ sagði Andri Rúnar. Getur farið að æfa skotfótinn „Þú ert náttúrulega markaskorari og þarft þá að getað mundað skotfótinn eða hvað,“ spurði Guðjón Guðmundsson og fékk bros frá Andra. „Já maður verður að fara að æfa hann aðeins betur aftur því það er svolítið síðan ég var í fótbolta. Hann verður fljótur að koma,“ sagði Andri Rúnar og hann fagnar því að vera kominn á Hlíðarenda. „Þetta er bara þannig umhverfi sem ýtir mér áfram og lætur mig vilja bæta mig og koma mér á þann stað sem ég vill vera á til að getað skora og lagt upp mörk,“ sagði Andri Rúnar. Það má finna allt spjall Gaupa við hann hér fyrir neðan. Klippa: Andri Rúnar ræddi við Gaupa um vistaskiptin til Vals
Besta deild karla Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki