Kökukast er kökuskreytingakeppni þar sem fjölskyldur keppast um hver á flottustu kökuna. Tveir eru saman í liði, einn fullorðinn og eitt barn. Skráning í keppnina stendur yfir til 10. mars.
Ef þú átt eða þekkir barn á aldrinum 8-12 ára sem finnst gaman að baka með einhverjum úr fjölskyldunni ættirðu að skrá ykkur í keppnina!
SKRÁÐU ÞITT LIÐ HÉR
Átta lið verða valin í úrslit og munu keppast um hver á flottustu kökuna í þáttunum Kökukast á Vísi og á Stöð 2+. Umsjón þáttanna verður í höndum þeirra Gústa B og Árna Beinteins.
Idol Kökukast
Gústi B fékk til sín Idol keppendurna Sögu Matthildi og Kjalar til að keppa sín á milli í að skreyta kökur! Best skreytta kakan var svo valin af dómnefnd. Sigurvegarinn fékk svo að kasta köku í andlit andstæðingsins. Myndband af keppninni þeirra má sjá hér fyrir neðan.
Þættirnir eru í samstarfi við Hagkaup, Polly, Betty crocker og Haribo