Dusty hefur haft mikla yfirburði í íslensku CS:GO senunni seinustu ár, en í ár fékk liðið þó hörkusamkeppni. Ekki bara frá einu liði, heldur tveimur. Atlantic Esports og Þór fylgdu Dusty á toppi deildarinnar alveg fram á seinasta dag og þegar deildarkeppninni lauk var Dusty aðeins með tveggja stiga forskot á toppnum.
Það skiptir víst ekki máli hvort lið hafi tveggja stiga eða tíu stiga forskot þegar deildarkeppninni lýkur, titillinn er í eigu Dusty enn eitt árið.
Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sett var saman í tilefni af sigri Dusty í Ljósleiðaradeildinni, en þar má sjá öll helstu tilþrif liðsins á leiðinni að deildarmeistaratitlinum. Framundan er svo Stórmeistaramótið þar sem Dusty á einnig titil að verja.