Engin skýr merki um vendingar í Öskju Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 12:12 Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir engin skýr merki vera um vendingar í Öskju. Vísir/Stöð 2 Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. „Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“ Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
„Við erum náttúrulega búin að vera að fylgjast mjög grannt með Öskju, sérstaklega frá í ágúst 2021 því þá hófst landris við Öskju,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn er í sjálfu sér allt óbreytt í Öskju: „Það eru engar mælingar sem við höfum sem gefa til kynna að staðan sé eitthvað breytt eða það sé eitthvað að aukast í þessu.“ Vindur gæti útskýrt bráðnunina Fjallað var um hraðna bráðnun á ísnum á Öskjuvatni fyrr í vikunni. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, sagði bráðnunina vera merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið. Salóme segir þó að hægt sé að útskýra bráðnunina með veðurfræðilegum ástæðum. „Það er hægt að útskýra þetta með vindi. Það voru mjög hvassir vindar búnir að vera núna síðan í janúar og byrjun febrúar,“ segir hún. „Vindur á Upptyppingum, sem er eiginlega næsta veðurstöð sem við höfum, hviður fóru upp fyrir 40 metra á sekúndu ellefta og tólfta febrúar, sem er mikill vindhraði. Þegar þú ert með vök í vatninu til að byrja með, því það er eiginlega alltaf vök í vatninu, þá eru aðstæður sem geta leitt til þess að ísinn getur rutt sig.“ Veðurstofan hefur þó engar mælingar sem staðfesta eða hrekja þessa kenningu. „En þetta er möguleiki og ekki ólíklegri en hver annar,“ segir hún. Kemur að því að Askja gjósi Þrátt fyrir að ekki sjáist merki um að það séu breytingar á yfirborðinu þá mun Askja gjósa fyrr eða síðar. „Það kemur að því, að sjálfsögðu, að Askja gýs alveg eins og aðrar eldstöðvar. Á jarðfræðilegum tímaskala þá er mjög stutt í það en það er kannski annar tímaskali en okkur finnst þægilegur,“ segir Salóme. „En hvenær það kemur að því, það er rosalega erfitt að segja til um það. Að sjálfsögðu hefur verið aukin kvikusöfnun síðan í ágúst árið 2021 og það er ekkert ósennilegt að sú atburðarrás muni hraða sér aftur og það dragi til tíðinda. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast í þessum töluðu orðum.“
Askja Þingeyjarsveit Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira